Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 12:03 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira