Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. ágúst 2021 20:26 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira