Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. ágúst 2021 20:26 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira