Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur lausnina á vanda Landspítalans og heilbrigðiskerfisins ekki vera þá að finna til meiri peninga. Vandinn sé annars eðlis þó fjármagn gæti þurfti til. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira