Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 19:26 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann. Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann.
Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira