Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 19:26 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann. Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi á þriðja hundrað stjórnenda spítalans tölvupóst í gærkvöldi um að þeir ættu að beina öllum fyrirspurnum fjölmiðla til samskiptadeildarinnar. Stjórnendunum var meðal annars sagt að það væri góð regla að svara ekki beinum símtölum fjölmiðla og voru fjölmiðlamenn kallaðir „skrattakollar“. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, sagði mikilvægt að hafa opna og góða umræðu þegar kemur að málið sem snýr að lífi og heilsu landsmanna og heilbrigðiskerfinu í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Umræðan þurfi að vera óheft og óþvinguð. Að hans mati hafi samskipti fjölmiðla við sérfræðinga spítalans verið góð til þessa. Eðlilegt sé að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við finnum einhverja góða lendingu í þessu þar sem að eðlileg samskipti halda áfram að eiga sér stað og opin,“ sagði Björn Rúnar en svaraði því ekki beint hvort hann óskaði eftir því að tilmæli samskiptadeildarinnar yrðu dregin til baka. Í tölvupósti deildarstjóra samskiptadeildarinnar voru tilmælin réttlætt með því að stjórnendurnir þyrftu á hvíld að halda vegna mikils álags á spítalanum. Björn Rúnar sagði að álag hafi verið lengi á spítalanum, ekki aðeins nú í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telji að tilmælin um að stjórnendur sinni ekki fyrirspurnum fjölmiðla sjálfir séu líklega tilkomin vegna þeirrar erfiðu stöðu sem uppi er á spítalanum. „Þetta eru erfiðir tímar sem við erum öll að ganga í gegnum og er að koma mismunandi illa niður á fólki. Þess vegna er það algert lykilatriði að þessi samskiptaleið sé opin og greið,“ sagði hann.
Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira