Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Erlent 5. nóvember 2021 09:15
Einsemd: Faraldur á heimsvísu Faraldur einsemdar hefur vaxið víða um veröld á tímum kórónuveirunnar. Skoðun 5. nóvember 2021 08:30
Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Innlent 5. nóvember 2021 08:16
Ríkisstjórnin fundar fyrir hádegi og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi nú fyrir hádegið þar sem farið verður yfir nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Innlent 5. nóvember 2021 07:43
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. Erlent 5. nóvember 2021 06:54
Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. Innlent 4. nóvember 2021 22:21
Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Innlent 4. nóvember 2021 21:49
„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Innlent 4. nóvember 2021 21:30
Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 4. nóvember 2021 19:02
Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. Innlent 4. nóvember 2021 17:01
Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Innlent 4. nóvember 2021 14:42
Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Innlent 4. nóvember 2021 14:12
Spilaæði í samkomubanni skilaði sér í sexföldum hagnaði Hagnaður Spilavina nam 25,6 milljónum króna á seinasta ári og rúmlega sexfaldaðist frá 2019 þegar hann var 4,5 milljónir. Óhætt er að segja að samkomubann og mikill spilaáhugi landans hafi litað rekstur Spilavina í fyrra. Viðskipti innlent 4. nóvember 2021 13:57
Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send. Erlent 4. nóvember 2021 13:25
„Mikilvægt að við sjáum smittölur strax ganga niður“ Smituðum einstaklingum fjölgar nú hratt á Akranesi og hefur bæjaráð gripið til þess ráðs að fella niður alla starfsemi í skólum á morgun. Lágmarksstarfsemi verður á öðrum stofnunum bæjarins. Bæjarstjóri segir að um sé að ræða nauðsynlega aðgerð. Innlent 4. nóvember 2021 12:15
Erfiðasta afbrigðið til þessa 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Innlent 4. nóvember 2021 11:59
Óbreytt á landamærunum til 15. janúar Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu. Innlent 4. nóvember 2021 11:24
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. Innlent 4. nóvember 2021 11:20
Sóttvarnaríki í 9 ár í viðbót? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Skoðun 4. nóvember 2021 11:01
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær að því er Lögreglan á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. Innlent 4. nóvember 2021 10:51
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýskalandi Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins. Erlent 4. nóvember 2021 10:23
Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. Innlent 3. nóvember 2021 20:29
Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Innlent 3. nóvember 2021 19:20
Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Innlent 3. nóvember 2021 18:56
Rodgers með veiruna og missir af leiknum Chiefs Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers í NFL-deildinni, hefur greinst með kórónuveiruna og mun missa af leik Packers og Kansas City Chiefs um helgina. Sport 3. nóvember 2021 18:00
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. Innlent 3. nóvember 2021 16:57
Fjölbrautaskóla Vesturlands lokað og staðan sögð alvarleg á Akranesi Stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA) hafa ákveðið að loka skólanum og skipta yfir í fjarkennslu fram að helgi vegna kórónuveirusmita sem hafi mögulega breiðst þar út. Innlent 3. nóvember 2021 14:56
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Innlent 3. nóvember 2021 14:48
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. Erlent 3. nóvember 2021 14:27
GDRN greind með Covid og kemur ekki fram á Airwaves Tónlistarkonan GDRN mun ekki koma fram á Airwaves - Live from Reykjavík um helgina líkt og auglýst hafði verið. Söngkonan smitaðist af kórónuveirunni og getur því ekki tekið þátt. Lífið 3. nóvember 2021 14:02