Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 14:08 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent