Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 21:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við þriðja skammt bóluefnis. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08