Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Veðrið, veiran og við­brögð

Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir smitaðir í Eyjum og 79 í sóttkví

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum hafi skimað einstaklinga í sóttkví og sú skimun hafi verið vel sótt.

Innlent
Fréttamynd

Kári vill loka landinu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Danir fresta því að slaka á að­gerðum

Til stóð að opna fyrir starfsemi í tónleikasölum og næturklúbbum á ný í ágústmánuði, en nú er ljóst að það verður að bíða betri tíma í ljósi þróunar síðustu vikna.

Erlent
Fréttamynd

Í upp­hafi krefjandi vetrar

Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni

Faraldur kórónuveirunnar hér á landi er ekki lengur átaksverkefni heldur þarf samfélagið að undirbúa sig undir að lifa með veirunni í nokkurn tíma að sögn heilbrigðisráðherra. Hún segir fjölgun smita vera mikið áhyggjuefni en ekki sé ljóst hvort takmarkanir verði hertar.

Innlent