Veröld ný Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 11:20 Fátt ef eitthvað er meira rætt í þjóðfélaginu þessa dagana, en málefni tengd kórónuveirunni. Þjóðin er eðlilega vonsvikin yfir því að faraldurinn hafi tekið sig upp aftur. Málsmetandi fólk setur nú hvert af öðru mark sitt á umræðuna og skoðanir eru skiptar. Kenningar um mögulegar aðgerðir eða aðgerðaleysi og afleiðingar þeirra mjög misjafnar. Fæstir sem tjá sig eru sérfræðingar í sótt- og smitvörnum eða í þjóðhagfræði. Enginn er sérfræðingur á báðum þessum sviðum. Það vert að hafa það alltaf í huga. Það er hreinlega enginn, sem getur lagt kalt mat á stöðuna og ákveðið með vissu hvað réttast sé að aðhafast og hvaða stefnu skuli taka. Ferðaþjónusta á Íslandi er skotspónn í þessari umræðu og í augum margra jafnvel augljós blóraböggull. Það sé vegna þrýstings frá ferðaþjónustu um að gera ferðir erlendra ferðamanna til landsins mögulegar aftur, að veiran hefur nú breiðst út í samfélaginu á ný. Aðrir taka upp hanskann fyrir ferðaþjónustuna og benda á að það séu líklega ekki erlendir ferðamenn sem hafa valdið útbreiðslu veirunnar á ný, heldur miklu frekar fólk, bæði af íslensku og erlendu bergi brotið, sem býr, lifir og starfar í íslensku samfélagi. Það er af og frá að ferðaþjónustan á Íslandi hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld um það hvernig hátta bæri “opnun” landamæranna og fyrirkomulagi sóttvarna við komur ferðamanna til landins. Það er hins vegar hlutverk okkar og skylda að benda á afleiðingar hinna ýmsu aðgerða á atvinnugreinina - á fyrirtækin sjálf, atvinnustig og á tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga. Líklega eru flestir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar ánægðir með það fyrirkomulag, sem hefur verið viðhaft á landamærunum síðan þann 15.júní síðastliðinn. Yfirlýst markmið með því fyrirkomulagi var að gera ferðalög til og frá Íslandi möguleg, en á þann hátt að draga sem mest úr líkunum á því að smit bærist til landsins og næði að breiðast út og ræsa á sama tíma hjól okkar stærstu útflutningsatvinnugreinar. Það er engin tilviljun að flestir sem starfa við ferðaþjónustu styðji þetta fyrirkomulag. Þetta er fólkið, sem fékk umsvifalaust að finna fyrir efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þar blasti blákaldur veruleikinn við, strax á fyrstu dögum hans. Þetta er fólkið sem finnur það á eigin skinni hvað það þýðir þegar hjól efnahagslífsins stöðvast og störfunum og þar með afkomunni er stefnt í hættu. Það er heldur engin tilviljun að flest ríki heims starfi nú á svipuðum nótum og Íslendingar. Ef það væri raunhæft að loka lönd og ríki af um alls óákveðinn tíma (en líklega mjög langan), læsa borgarana inni eða úti og setja allt í frost til að bæla veiruna niður - án þess að það hefði teljandi áhrif á efnahag og rekstur lífsnauðsynlegra kerfa, þá myndu sennilega flest ríki fara þá leið. Sú er hins vegar ekki raunin - heldur myndi sú stefna líklega hafa alvarlegri afleiðingar þegar upp er staðið, en hitt. Þeir sem tala fyrir þeirri leið, verða að að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það hefði á lífskjör þjóðarinnar og fjármögnun opinberra kerfa til framtíðar. Þeir verða að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem það á endanum hefði á þá persónulega - líkt og fólk í ferðaþjónustu er nú að upplifa, svo um munar. Mér finnst sorglegt að stilla ferðaþjónustunni í landinu upp sem einangruðu fyrirbæri, sem lifir eða deyr án nokkurra afleiðinga fyrir heildina. Það er, að ef við ákveðum að stöðva straum ferðamanna til landsins, þá verði sjálfkrafa allt í blóma á öllum öðrum vígstöðvum í samfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú, að ef ferðaþjónustan til landsins stöðvast af einhverjum ástæðum um langt skeið, þá myndi það á endanum hafa áhrif allt og alla í íslensku samfélagi. Ekki bara fólkið í ferðaþjónustunni og fjölskyldur þeirra. Einnig þá sem nú tala fyrir lokun landamæra, á öll önnur fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfélög. Það myndu líklega ekki líða margir mánuðir, þangað til innlend eftirspurn færi að gefa verulega eftir og viðskipti okkar við hvert annað hér innanlands yrðu ekki nægjanleg til halda hagkerfinu á floti og óbreyttum lífskjörum til lengri tíma. Án þess að hér sé tekin afstaða til þess hvað sé skynsamlegast að að gera í stöðunni, þá er þetta staðreynd, sem fólk þarf að vera sér meðvitað um og átta sig á umfangi þess vanda, sem af myndi skapast. Stjórnvalda í landinu bíður nú það erfiða verkefni að taka ákvarðanir um það hvernig við ætlum að haga málum næstu misseri. Það er ekki öfundsvert verkefni, þar sem í raun eru bara nokkrir misslæmir kostir í boði. Allt saman kostir með óþekktum stærðum og jafnvel illmælanlegum stærðum í jöfnunni. En eftir stendur að sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hafa sagt það frá upphafi, að á meðan ekki er til bóluefni eða lækning við veirunni, þá sé algjörlega vonlaust að við getum lifað hér áhyggjulaus í veirulausu landi. Á meðan veiran er á kreiki í heiminum, myndi hún alltaf, fyrr eða síðar, berast aftur til landsins - þrátt fyrir allar mögulegar sóttvarnaraðgerðir. Fyrri kynslóðir fengu allar sinn skerf af hörmungum. Náttúruhamfarir, heimsstyrjaldir, alheimskreppur og drepsóttir. Við fengum kórónuveiruna og með því verðum við einfaldlega að lifa um óákveðinn tíma. Ástandið nú gæti orðið hið nýja norm. Eins og ítrekað hefur komið fram hjá sóttvarnaryfirvöldum, þá er það í okkar höndum bókstaflega, að draga úr líkum á því að veiran breiðist frekar út. Því fyrr sem við sættum okkur við það að þurfa að fylgja breytilegum sóttvarnaraðgerðum og umfram allt, huga að og virða alltaf persónulegar smitvarnir, því betra. Lífið þarf að halda áfram, þó með breyttum formerkjum sé. Það mun, óháð ákvörðunum stjórnvalda um framhaldið gilda um óákveðinn tíma. Þar höfum við ekkert val. Ný veröld blasir við Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt ef eitthvað er meira rætt í þjóðfélaginu þessa dagana, en málefni tengd kórónuveirunni. Þjóðin er eðlilega vonsvikin yfir því að faraldurinn hafi tekið sig upp aftur. Málsmetandi fólk setur nú hvert af öðru mark sitt á umræðuna og skoðanir eru skiptar. Kenningar um mögulegar aðgerðir eða aðgerðaleysi og afleiðingar þeirra mjög misjafnar. Fæstir sem tjá sig eru sérfræðingar í sótt- og smitvörnum eða í þjóðhagfræði. Enginn er sérfræðingur á báðum þessum sviðum. Það vert að hafa það alltaf í huga. Það er hreinlega enginn, sem getur lagt kalt mat á stöðuna og ákveðið með vissu hvað réttast sé að aðhafast og hvaða stefnu skuli taka. Ferðaþjónusta á Íslandi er skotspónn í þessari umræðu og í augum margra jafnvel augljós blóraböggull. Það sé vegna þrýstings frá ferðaþjónustu um að gera ferðir erlendra ferðamanna til landsins mögulegar aftur, að veiran hefur nú breiðst út í samfélaginu á ný. Aðrir taka upp hanskann fyrir ferðaþjónustuna og benda á að það séu líklega ekki erlendir ferðamenn sem hafa valdið útbreiðslu veirunnar á ný, heldur miklu frekar fólk, bæði af íslensku og erlendu bergi brotið, sem býr, lifir og starfar í íslensku samfélagi. Það er af og frá að ferðaþjónustan á Íslandi hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld um það hvernig hátta bæri “opnun” landamæranna og fyrirkomulagi sóttvarna við komur ferðamanna til landins. Það er hins vegar hlutverk okkar og skylda að benda á afleiðingar hinna ýmsu aðgerða á atvinnugreinina - á fyrirtækin sjálf, atvinnustig og á tekjur bæði ríkis og sveitarfélaga. Líklega eru flestir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar ánægðir með það fyrirkomulag, sem hefur verið viðhaft á landamærunum síðan þann 15.júní síðastliðinn. Yfirlýst markmið með því fyrirkomulagi var að gera ferðalög til og frá Íslandi möguleg, en á þann hátt að draga sem mest úr líkunum á því að smit bærist til landsins og næði að breiðast út og ræsa á sama tíma hjól okkar stærstu útflutningsatvinnugreinar. Það er engin tilviljun að flestir sem starfa við ferðaþjónustu styðji þetta fyrirkomulag. Þetta er fólkið, sem fékk umsvifalaust að finna fyrir efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Þar blasti blákaldur veruleikinn við, strax á fyrstu dögum hans. Þetta er fólkið sem finnur það á eigin skinni hvað það þýðir þegar hjól efnahagslífsins stöðvast og störfunum og þar með afkomunni er stefnt í hættu. Það er heldur engin tilviljun að flest ríki heims starfi nú á svipuðum nótum og Íslendingar. Ef það væri raunhæft að loka lönd og ríki af um alls óákveðinn tíma (en líklega mjög langan), læsa borgarana inni eða úti og setja allt í frost til að bæla veiruna niður - án þess að það hefði teljandi áhrif á efnahag og rekstur lífsnauðsynlegra kerfa, þá myndu sennilega flest ríki fara þá leið. Sú er hins vegar ekki raunin - heldur myndi sú stefna líklega hafa alvarlegri afleiðingar þegar upp er staðið, en hitt. Þeir sem tala fyrir þeirri leið, verða að að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem það hefði á lífskjör þjóðarinnar og fjármögnun opinberra kerfa til framtíðar. Þeir verða að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem það á endanum hefði á þá persónulega - líkt og fólk í ferðaþjónustu er nú að upplifa, svo um munar. Mér finnst sorglegt að stilla ferðaþjónustunni í landinu upp sem einangruðu fyrirbæri, sem lifir eða deyr án nokkurra afleiðinga fyrir heildina. Það er, að ef við ákveðum að stöðva straum ferðamanna til landsins, þá verði sjálfkrafa allt í blóma á öllum öðrum vígstöðvum í samfélaginu. Staðreyndin er hins vegar sú, að ef ferðaþjónustan til landsins stöðvast af einhverjum ástæðum um langt skeið, þá myndi það á endanum hafa áhrif allt og alla í íslensku samfélagi. Ekki bara fólkið í ferðaþjónustunni og fjölskyldur þeirra. Einnig þá sem nú tala fyrir lokun landamæra, á öll önnur fyrirtæki, ríkissjóð og sveitarfélög. Það myndu líklega ekki líða margir mánuðir, þangað til innlend eftirspurn færi að gefa verulega eftir og viðskipti okkar við hvert annað hér innanlands yrðu ekki nægjanleg til halda hagkerfinu á floti og óbreyttum lífskjörum til lengri tíma. Án þess að hér sé tekin afstaða til þess hvað sé skynsamlegast að að gera í stöðunni, þá er þetta staðreynd, sem fólk þarf að vera sér meðvitað um og átta sig á umfangi þess vanda, sem af myndi skapast. Stjórnvalda í landinu bíður nú það erfiða verkefni að taka ákvarðanir um það hvernig við ætlum að haga málum næstu misseri. Það er ekki öfundsvert verkefni, þar sem í raun eru bara nokkrir misslæmir kostir í boði. Allt saman kostir með óþekktum stærðum og jafnvel illmælanlegum stærðum í jöfnunni. En eftir stendur að sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hafa sagt það frá upphafi, að á meðan ekki er til bóluefni eða lækning við veirunni, þá sé algjörlega vonlaust að við getum lifað hér áhyggjulaus í veirulausu landi. Á meðan veiran er á kreiki í heiminum, myndi hún alltaf, fyrr eða síðar, berast aftur til landsins - þrátt fyrir allar mögulegar sóttvarnaraðgerðir. Fyrri kynslóðir fengu allar sinn skerf af hörmungum. Náttúruhamfarir, heimsstyrjaldir, alheimskreppur og drepsóttir. Við fengum kórónuveiruna og með því verðum við einfaldlega að lifa um óákveðinn tíma. Ástandið nú gæti orðið hið nýja norm. Eins og ítrekað hefur komið fram hjá sóttvarnaryfirvöldum, þá er það í okkar höndum bókstaflega, að draga úr líkum á því að veiran breiðist frekar út. Því fyrr sem við sættum okkur við það að þurfa að fylgja breytilegum sóttvarnaraðgerðum og umfram allt, huga að og virða alltaf persónulegar smitvarnir, því betra. Lífið þarf að halda áfram, þó með breyttum formerkjum sé. Það mun, óháð ákvörðunum stjórnvalda um framhaldið gilda um óákveðinn tíma. Þar höfum við ekkert val. Ný veröld blasir við
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun