Veðrið, veiran og viðbrögð Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2020 14:00 Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun