Eins metra regla myndi leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 19:00 Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. STÖÐ2 Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira