Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Bólusettir geta hist grímulausir

Fólk sem hefur verið bólusett við kórónuveirunni getur hist innandyra án þess að vera með grímu eða halda fjarlægðarmörk samkvæmt nýjum leiðbeiningum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar sem voru kynntar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ákveðin vonbrigði og áminning

„Þetta eru ákveðin vonbrigði en minnir okkur á að það þarf mjög lítið til þess að hlutirnir fari af stað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, um innanlandssmitin sem greindust um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sýni jákvætt hingað til

Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt.

Innlent
Fréttamynd

Samhengi sóttvarna og jarðhræringa

Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja

Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss.

Innlent
Fréttamynd

Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu

Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 167. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan fimm í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddu stöðu kórónuveirufaraldursins eftir að virkt smit kom upp á Landspítala. Alls hafa tveir greinst utan sóttkvíar á síðustu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið

Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum

Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Harmar að em­bættis­fólk hafi fengið bólu­setningu fyrr en for­gangs­hópar

Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir.

Erlent
Fréttamynd

„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“

Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum.

Innlent
Fréttamynd

Engar Covid-tölur um helgar

Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik

Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum.

Erlent
Fréttamynd

Klárum leikinn

Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik.

Skoðun
Fréttamynd

Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19

Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr.

Erlent