Börn verði skimuð á landamærunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 19:16 Þórólfur hyggst skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra á næstu tveimur dögum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira