Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 08:40 Minningarsamkoman var haldin nærri götunni þar sem Everard sást síðast í Suður-London. Til átaka koma á milli lögreglu og viðstaddra. Vísir/EPA Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58