Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 08:40 Minningarsamkoman var haldin nærri götunni þar sem Everard sást síðast í Suður-London. Til átaka koma á milli lögreglu og viðstaddra. Vísir/EPA Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58