Erlent

1,9 billjóna að­­gerða­­pakki Bidens gerður að lögum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti gerir aðgerðapakkann að lögum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti gerir aðgerðapakkann að lögum. Getty/Doug Mills

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu.

Aðgerðapakkinn var samþykktur af fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag en hann var eitt stærsta stefnumál Bidens og demókrata í kosningunum í haust. Aðgerðapakkinn er metinn áum 1,9 billjónir Bandaríkjadala, eða um 243 milljón milljóna íslenskra króna.

Aðgerðapakkinn var samþykktur af báðum þingdeildum en ekki einn þingmaður Repúblikana studdi lögin. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, að í honum væri of mikið af gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort er eð afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt viðlíka aðgerðir þegar Donald Trump var forseti.

Af þessum 1,8 billjónum Bandaríkjadala renna 400 milljarðar dollara, eða um 51,100 milljarðar króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjamönnum. Hver fær 1.400 dollara, eða um 179 þúsund krónur. Þá fara 350 milljarðar dollara, eða um 44.700 milljarðar króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórnar, auknar barnabætur of fjármögnun bólusetninga.

Aðgerðapakkinn virðist njóta gífurlegra vinsælda meðal almennings en samkvæmt könnun Pew Research Center studdu 70 prósent fullorðinna aðgerðapakkann, þar á meðal 41 prósent Repúblikana.


Tengdar fréttir

Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×