Innlent

Einn greindist innanlands í gær en enginn dagana á undan

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Covid-bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá Covid-bólusetningu í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm

Einn greindist með kórónuveiruna í gær 14. mars og var sá í sóttkví. Dagana tvo á undan, 12. og 13. mars, greindist enginn með veiruna. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum eftir helgina á Covid.is.

Kórónuveirutölur eru ekki lengur birtar um helgar. Þar til í dag voru nýjustu upplýsingar um smit þess vegna frá því 11. mars, þegar enginn greindist innanlands en tveir á landamærum.

27 eru nú í einangrun með Covid á landinu og fjölgar um sjö síðan fyrir helgi. 52 eru í sóttkví og fækkar um 75 síðan á föstudag.

Enginn greindist innanlands föstudaginn 12. mars en þrír greindust á með virk smit á landamærum, allir í seinni skimun. Enginn greindist heldur innanlands laugardaginn 13. mars en fjögur virk smit greindust á landamærum, öll í fyrri skimun.

Einn greindist innanlands í gær, sunnudaginn 14. mars, og var sá í sóttkví. Þrír greindust með virk smit á landamærum, tveir í seinni skimun og einn í þeirri fyrri. 

882 eru í skimunarsóttkví. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa, er 1,9 og helst óbreytt síðan tölur voru birtar á föstudag. Nýgengið á landamærum er 6,3 en var 4,1 á föstudag.

Alls voru 1.151 sýni tekin á föstudag, þar af 399 landamærasýni. Öllu færri sýni, eða 784, voru tekin á laugardag og þar af voru landamærasýni 370. Rétt um þúsund sýni voru svo tekin í gær, bróðurparturinn landamærasýni, eða 579.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×