Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Tak­mörkunum af­létt á Græn­landi

Ekki hafa komið upp nein ný tilfelli kórónuveirusmita í grænlensku höfuðborginni Nuuk og hefur landsstjórnin því ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem komið var á fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir!

Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“

„Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því.

Innlent
Fréttamynd

Handa­hófs­kennd bólu­setningar­boðun eftir ár­gangi og kyni

Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður.

Innlent
Fréttamynd

„Á­hyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir áhyggjuefni hversu margir greindust í gær og að enn séu smit að greinast utan sóttkvíar. Enn sé efniviður í hópsmit meðal ungs fólks sem ekki hefur verið bólusett, en vikan muni leiða í ljós hvort samkomur helgarinnar dragi dilk á eftir sér.

Innlent
Fréttamynd

Sex greindust með veiruna og fimm í sótt­kví

Sex greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm af þeim voru í sóttkví. Verið er að rekja smitin. Einn greindist smitaður við landamærin samkvæmt bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. 

Innlent
Fréttamynd

Fundu nýtt af­brigði veirunnar í Víet­nam

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið.

Erlent
Fréttamynd

Kalla eftir því að Bol­sonaro verði á­kærður fyrir em­bættis­glöp

Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp.

Erlent
Fréttamynd

Þrír greindust í Nuuk í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun.

Erlent
Fréttamynd

„Túristinn er mættur“

Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir

Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Börn mega nú fá Pfizer í Evrópu

Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis Pfizer og Biontech fyrir 12 ára og eldri. Þar með er orðið heimilt að nota efnið fyrir 12-15 ára í Evrópu.  

Erlent
Fréttamynd

Tíu greinst í vikunni eftir landamærasmit í apríl

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tveir voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir flest smitin nú tengd landamærasmiti frá því í apríl. Hann hefur áhyggjur af helginni þar sem fjölmargar útskriftarveislur og önnur hátíðarhöld fara fram.

Innlent