Fótbolti

Helmingur belgíska EM-hópsins vildi ekki láta bólusetja sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hluti belgíska EM-hópsins vildi ekki láta bólusetja sig fyrr en eftir EM.
Hluti belgíska EM-hópsins vildi ekki láta bólusetja sig fyrr en eftir EM. getty/Vincent Van Doornick

Helmingur belgíska hópsins sem keppir á Evrópumótinu hafnaði því að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni af ótta við aukaverkanir.

Stjórnvöld í Belgíu samþykktu að leikmenn belgíska EM-hópsins yrðu bólusettir með Pfizer bóluefninu. 

Ekki voru þó allir sem vildu það en samkvæmt belgískum fjölmiðlum vildi helmingur belgíska hópsins ekki láta bólusetja sig strax.

Leikmennirnir sem vildu ekki verða bólusettir óttuðust að aukaverkanir af bólusetningunni hefðu áhrif á möguleika þeirra á EM.

Belgíska liðið er í efsta sæti styrkleikalista FIFA og þykir líklegt til afreka á EM. Fyrsti leikur Belgíu á mótinu er gegn Rússlandi 12. júní.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×