Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ „Tja, ég get alla vega stoltur sagt að hjá okkur er ekkert kílómetragjald,“ segir Gunnar Leó Pálsson um hlaupabrettin og þrekhjólin sem renna víst út eins og heitar lummur þessa dagana frá Heimform. Atvinnulíf 7.1.2026 07:02
Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það. Innlent 6.1.2026 15:44
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. Innlent 13.12.2025 23:28
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30. október 2025 09:29
Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. Innlent 27. október 2025 09:49
Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli. Erlent 22. október 2025 16:03
Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Innlent 16. október 2025 22:22
Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. Erlent 3. október 2025 14:10
Gengisstyrking seinkar markmiði Controlant um arðsemi fram á næsta ár Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri. Innherji 24. september 2025 14:30
Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Sóttvarnalæknir segir fullyrðingar hagsmunasamtaka um nýtt mótefni gegn RS-veiru vera rangar og efast um áhrif auglýsingar samtakanna. Hún segir að ef árangur af notkun lyfsins verði sambærilegur og í nágrannalöndum muni 300 færri börn þurfa að leita læknisaðstoðar. Innlent 16. september 2025 13:11
Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni. Innlent 16. september 2025 09:43
Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. Erlent 12. september 2025 20:45
Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til. Innlent 10. september 2025 06:38
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5. september 2025 14:46
Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. Erlent 3. september 2025 17:06
Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Erlent 1. september 2025 13:41
Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Innlent 6. ágúst 2025 19:33
Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8. júlí 2025 08:55
Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Erlent 3. júlí 2025 09:54
Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni. Erlent 24. júní 2025 07:19
Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Innlent 12. júní 2025 16:19
Persónuvernd lagði Landlækni en sektin milduð Persónuvernd mátti sekta embætti Landlæknis fyrir öryggisbresti sem vörðuðu tugir þúsunda Íslendinga. Héraðsdómari mildaði þó stjórnvaldssektina úr 12 milljónum í 8 milljónir þar sem Landlæknir þótti samvinnufús við að upplýsa um málið. Innlent 10. júní 2025 15:34
Controlant sér fram á að skila arðsemi í árslok eftir stórar hagræðingaraðgerðir Tæknifyrirtækið Controlant, sem hefur þurft að ráðast í miklar hagræðingaraðgerðir síðustu misseri vegna rekstrarerfiðleika, telur að kjarnatekjur félagsins muni aukast um tugi prósenta á þessu ári og markmiðið er sett á að reksturinn verði farinn að skila hagnaði undir árslok 2025. Tveir stærstu hluthafar Controlant eru núna lífeyrissjóðir, samanlagt með yfir fimmtungshlut, en þeir voru varðir gagnvart þynningu á eignarhlut sínum þegar félagið kláraði um fimm milljarða króna fjármögnun seint á liðnu ári. Innherji 17. maí 2025 13:26
ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15. maí 2025 11:51