Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 87-86 | Ótrúlegur viðsnúningur Keflvíkinga skilaði sigrinum

Keflavík tók á móti ósigruðu Valsliði í stórleik kvöldsins í þriðju umferð Subway deildar karla í körfubolta. Keflavíkurliðið var 12 stigum undir þegar flautað var til hálfleiks en ótrúlegur viðsnúningur í þeim seinni gaf Remy Martin tækifærið til að sigla sigrinum heim með sigurkörfu þegar aðeins 1,9 sekúnda var eftir af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ekki hrifinn af henni“

Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann var miklu betri en ég bjóst við“

DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. 

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már dró vagninn í sigurleik

Elv­ar Már Friðriks­son, landsliðsmaður í körfubolta, var stigahæstur á vellinum þegar lið hans, PAOK, lagði Mar­oussi að velli í grísku efstu deildinni í dag.

Körfubolti