Körfubolti

Martin stiga­hæstur í stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson raðaði niður stigum fyrir Alba Berlin í kvöld.
Martin Hermannsson raðaði niður stigum fyrir Alba Berlin í kvöld. Ahmet Ozkan / GocherImagery/Future Publishing via Getty Images

Martin Hermannsson var stigahæsti maður vallarins er Alba Berlin vann öruggan 35 stiga sigur gegn Braunschweig í þýsku deildinni í körfubolta í kvöld, 73-108.

Martin og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og voru komnir með 17 stiga forskot þega öðrum leikhluta lauk og flautað var til hálfleiks.

Áfram héldu gestirnir í Alba Berlin að þjarma að heimamönnum í síðari hálfleik og náðu mest 38 stiga forskoti í stöðunni 63-101 og aftur í 67-105. Liðið vann að lokum öruggan sigur, 73-108.

Martin var stigahæsti maður vallarins með 17 stig fyrir Alba Berlin, sem nú situr í 12. sæti deildarinnar, en Braunschweig situr í þriðja sæti.

Þá skoraði Tryggvi Snær Hlinason sjö stig og tók sjö fráköst fyrir Bilbao í spænsku deildinni fyrr í dag er liðið mátti þola tíu stiga tap gegn Tenerife, 65-75.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×