Doncic rankaði við sér og Dallas einum sigri frá úrslitum Vestursins Eftir að hafa átt misjafna leiki í einvíginu gegn Oklahoma City Thunder átti Luka Doncic, aðalstjarna Dallas Mavericks, stórleik í nótt. Dallas vann þá 92-104 sigur og er aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Vesturdeildar NBA. Körfubolti 16. maí 2024 08:31
Einbeitir sér að því að komast í NBA frekar en að spila með pabba sínum Bronny James, sonur körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, segist aldrei hafa leitt hugann að því að spila í sama liði og pabbi sinn. Hann einbeiti sér frekar að því að komast í NBA-deildina. Körfubolti 16. maí 2024 07:00
Birna með slitið krossband og missir af úrslitaeinvíginu Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík. Körfubolti 15. maí 2024 22:30
Coach K aðstoðar Lakers í þjálfaraleit Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, aðstoðar Los Angeles Lakers í leit sinni að nýjum aðalþjálfara. Körfubolti 15. maí 2024 13:00
Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarðvík Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. Körfubolti 15. maí 2024 11:59
Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Körfubolti 15. maí 2024 08:32
Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Körfubolti 14. maí 2024 23:50
Hvað var LeBron að gera í Cleveland? LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Körfubolti 14. maí 2024 23:31
Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. Körfubolti 14. maí 2024 23:03
„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Körfubolti 14. maí 2024 22:53
„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Körfubolti 14. maí 2024 22:29
Kristófer Acox: „Fokkin passion“ Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta. Körfubolti 14. maí 2024 22:22
„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Körfubolti 14. maí 2024 22:08
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Keflavík 112-63 | Grindvíkingar í úrslit eftir ruglaðan síðari hálfleik Grindavík er komið í úrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir einhvern ótrúlegasta oddaleik síðari ára. Körfubolti 14. maí 2024 20:55
Oddaleikur í opinni dagskrá: Grindvíkingar taka á móti Keflvíkingum Grindavík tekur á móti Keflavík í Smáranum í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi. Körfubolti 14. maí 2024 20:25
Oddaleikur í opinni dagskrá: Allt undir á Hlíðarenda Valur tekur á móti Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi. Körfubolti 14. maí 2024 20:16
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrslit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. Körfubolti 14. maí 2024 19:31
Oddaleikur Vals og Njarðvíkur: Frákastakóngar liðanna skila mestu Valur og Njarðvík spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2024 14:31
Oddaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld: Basile og Kane á toppnum Grindavík og Keflavík spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2024 13:00
Svona verður oddaleikjaveislan á Stöð 2 Sport í kvöld Það er sannkallaður hátíðardagur hjá körfuboltaunnendum því í kvöld fara fram tveir oddaleikir í Subway-deild karla. Slíkt gerist ekki á hverju ári. Körfubolti 14. maí 2024 12:31
„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Körfubolti 14. maí 2024 12:02
Þruman jafnaði með góðum endaspretti og Boston einum sigri frá úrslitum Austursins Oklahoma City Thunder jafnaði metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri í fjórða leik liðanna í nótt, 96-100. Staðan í einvíginu er 2-2. Körfubolti 14. maí 2024 09:30
„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 22:11
„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 21:45
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 81-76 | Háspennuleikur og Keflavík komið í úrslit Keflavík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Stjörnunni í oddaleik. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðum Stjörnunnar í rimmu sem mun seint gleymast. Körfubolti 13. maí 2024 21:05
Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 13. maí 2024 14:07
Fyrsta skiptið í úrslitakeppninni eftir „Guð blessi Ísland“ Keflvíkingar tryggðu sér í gær oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Það þýðir að við fáum oddaleik í báðum undanúrslitaeinvígunum í ár. Körfubolti 13. maí 2024 12:30
„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. maí 2024 12:01
„Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt“ Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn. Körfubolti 13. maí 2024 11:30
Utan vallar: Mótlæti smakkast vel í Keflavík Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 13. maí 2024 11:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti