Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2025 09:00 Styrmir Snær Þrastarson er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Ívar Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. „Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06