Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 12:30 John Stockton hefur sína skoðun á LeBron James og Michael Jordan en stoðsendingagoðsögnin er ekki í vafa hvor sé ofar hjá honum. Getty/Tim Nwachukwu/Jose Carlos Fajardo/Ken Levine John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba) NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba)
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira