Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 109-88 | Stólarnir aftur á sigurbraut Tindastóll vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-88 og Stólarnir eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Körfubolti 13. febrúar 2023 22:05
Lakers getur náð inn í úrslitakeppni en liðið er „bang average“ Möguleikar Los Angeles Lakers á því að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Körfubolti 13. febrúar 2023 19:00
Keflvíkingar í fýlu á toppnum Þrátt fyrir að Keflavík sé á toppi Subway-deildar karla í körfubolta finnst sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eins og ekki sé allt með felldu í Bítlabænum. Körfubolti 13. febrúar 2023 16:01
Lakers gaf Abdul-Jabbar demantshring eftir að hann missti stigametið LeBron James tók stigametið í NBA-deildinni í körfubolta af Kareem Abdul-Jabbar í síðustu viku en sá gamli stóð ekki alveg tómhentur á eftir. Körfubolti 13. febrúar 2023 13:31
Trúði því ekki þegar Lebron James settist við hliðina á henni Hin tólf ára gamla Gaia fékk ekki að sjá LeBron James spila á laugardagskvöldið en fékk samt að sitja við hliðina á stigahæsta leikmanninum í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 13. febrúar 2023 12:31
Ætlar að biðjast afsökunar með því að kaupa handa honum bíl Jaylen Brown missti af leik Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta um helgina eftir að hafa fengið þungt högg frá liðsfélaga sínum í sigri á Philadelphia 76ers fyrir helgi. Körfubolti 13. febrúar 2023 11:00
LeBron James setti upp ímyndaða kórónu á stóra skjánum á Super Bowl Stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi var mættur á Super Bowl leikinn í Glendale í Arizona fylki í nótt. Körfubolti 13. febrúar 2023 06:30
Subway Körfuboltakvöld: Bestu og verstu liðin í dag Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir helstu málin úr síðustu umferð. Körfubolti 12. febrúar 2023 22:31
Diljá Ögn: Ég átti að gera það sem ég geri best Diljá Ögn Lárusdóttir átti afbragðsleik gegn Spánverjum þegar Ísland tapaði 34-88 í lokaleik liðsins í forkeppni Eurobasket 2023. Diljá var stigahæst allra á vellinum og að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún kveðst spennt að taka þátt í framtíð íslenska landsliðsins. Körfubolti 12. febrúar 2023 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 34-88 | Fjögurra lægða leikur hjá Íslandi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tók á móti Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2023. Um erfitt verkefni fyrirfram var að ræða og það varð raunin. Spánverjar sigldu heim 34-88 sigri en það voru jákvæðir punktar í leik Íslands. Körfubolti 12. febrúar 2023 21:25
Sjáðu flottustu tilþrif 16. umferðar: Bræðratvenna í Þorlákshöfn Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir tilþrif 16.umferðar í Subway-deildinni í þættinum á föstudag. Bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir voru þar efstir á lista. Körfubolti 12. febrúar 2023 11:00
Tap í fyrsta leik Doncic og Irving Dallas Mavericks tapaði fyrir Sacramento Kings í nótt en leikurinn var sá fyrsti sem Kyrie Irving og Luka Doncic léku í saman hjá Dallas. Þá vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Golden State Warriors. Körfubolti 12. febrúar 2023 09:21
„Þetta er búið hjá KR“ Eitt sigursælasta körfuboltalið landsins mun að öllum líkindum leika í B-deild á næstu leiktíð. Körfubolti 11. febrúar 2023 13:00
Giannis öflugur í tíunda sigri Bucks í röð Það var nóg um að vera í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2023 10:30
Yfirskriftin í þessum leik er kannski að liðsheildin vinnur einstaklinginn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla, var að vonum ósáttur í leikslok þar sem hans menn töpuðu stórt gegn grönnum sínum úr Njarðvík, lokatölur 71-94. Jóhann tók undir orð blaðamanns að fyrri hálfleikurinn hefði reynst þeim dýr þar sem mikið vantaði uppá frammistöðu hans manna á báðum endum vallarins. Körfubolti 10. febrúar 2023 22:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Ískaldir Grindvíkingar áttu ekki séns í sjóðheita Njarðvíkinga Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur. Körfubolti 10. febrúar 2023 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 106-74 | Þórsarar horfa á úrslitakeppnina eftir þriðja sigurinn í röð Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 106-74, en þetta var þriðji deildarsigur Þórs í röð. Körfubolti 10. febrúar 2023 21:09
„Við vorum bara linir og lélegir á öllum vígstöðvum“ Kári Jónsson, leikmaður Vals, var virkilega ósáttur við spilamennsku liðsins er Valsmenn sóttu Þór heim til Þorlákshafnar. Valsmenn máttu þola 32 stiga tap og Kári segir að heimamenn hafi verið mun sterkari á öllum sviðum leiksins. Körfubolti 10. febrúar 2023 20:30
Fréttaskýring: Hvað í fjandanum gerðist hjá Brooklyn Nets? Hvernig getur lið með þremur súperstjörnum klúðrað málunum svo svakalega að enginn fékk ekki einu sinni að vita hvað hefði getað orðið? Þetta er stóra spurningin eftir að Durant-Irving-Harden ævintýrið endaði skyndilega í vikunni. Körfubolti 10. febrúar 2023 11:31
Keypti notaða treyju Kobe Bryant fyrir 817 milljónir Sumar íþróttatreyjur eru aðeins verðmætari en aðrar. Ein sú verðmætasta seldist á uppboði í Bandaríkjunum í gær. Körfubolti 10. febrúar 2023 11:00
„Þessi tilraun mistókst“ Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. febrúar 2023 08:01
Ótrúlegur gluggadagur í NBA: Fleiri breytingar hjá Lakers og Crowder stoppaði stutt í Brooklyn Það má segja að mikið hafi gengið á undir lok félagaskiptagluggans í NBA deildinni í körfubolta. Kevin Durant og Kyrie Irving yfirgáfu Brooklyn Nets og nú undir lok kvölds hefur fjöldinn allur af vistaskiptum gengið í gegn. Körfubolti 9. febrúar 2023 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 79-68 | Stjörnumenn jöfnuðu Stólana að stigum Lærisveinar Pavels Ermolinskij í Tindastóli mættu Stjörnunni í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 79-68 fyrir heimamenn í spennandi leik. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Tindastól að stigum og gerir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni verulega spennandi. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:45
Sýndum í dag hvað er vandamál þessa liðs og hvert vandamál Tindastóls hefur verið lengi Pavel Ermolinskij var ekki sáttur með tap sinna manna í Tindastól gegn Stjörnunni í Subway deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Garðabæ og komust heimamenn upp að hlið Tindastóls með sigrinum. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 83-67 | Gönguferð í garðinum hjá Haukum Haukar fóru illa með topplið Keflavíkur og unnu sannfærandi sextán stiga sigur. Haukar enduðu annan leikhluta á góðu áhlaupi og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks. Keflavík komst ekki með neinu ráði inn í leikinn og Haukar fögnuðu sigri 83-67. Körfubolti 9. febrúar 2023 22:10
Einstakt á Íslandi og jafnvel í heiminum Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo. Sport 9. febrúar 2023 21:50
Umfjöllun: Höttur - KR 82-81 | Fall blasir við Vesturbæingum eftir enn eitt tapið Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 9. febrúar 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-104 | Allt annað að sjá ÍR-inga ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur. Körfubolti 9. febrúar 2023 20:55
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 89-49 | Engin miskunn í Miskolc Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta varð að sætta sig við fjörutíu stiga tap á móti Ungverjum í dag, 89-49, í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 9. febrúar 2023 17:50
Skrifaði undir risasamning en spilaði síðan fyrir fimm lið á fimm árum Russell Westbrook er enn á ný á flakki á milli liða í NBA deildinni í körfubolta eftir að Los Angeles Lakers skipti honum til Utah Jazz. Körfubolti 9. febrúar 2023 15:01