Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Meiri­hlutanum finnst þetta ekki nógu mikil­vægt“

Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­mat Reit­a enn langt yfir mark­aðs­virð­i

Verðmat Jakobsson Capital á Reitum lækkaði lítillega á milli ársfjórðunga. Verðmatið er um 54 prósentum hærra en markaðsvirðið. Raunvöxtur í leigutekjum var tvö prósent á milli ára. Sennilega standa hóteleignir á baki við hluta rauntekjuvaxtar milli ára. Reitir eru þyngstir í hóteleignum af öllum fasteignafélögunum. 

Innherji
Fréttamynd

Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum

Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að fá betra verð með því að bjóða betra verð

Ágæt regla sem almennir fjárfestar geta tileinkað sér er að nota ekki svokölluð markaðstilboð við kaup og sölu nema að vel ígrunduðu máli, þar sem þau fela í sér að viðkomandi tekur hagstæðasta tilboði – sama hvaða verð eru í boði.

Umræðan
Fréttamynd

Greidd­i næst­um fjórð­ung af sjóðn­um í arð vegn­a sölu á Temp­o og Mílu

Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti hluthafi Eikar tekur já­kvætt í við­ræður um sam­runa við Reiti

Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 

Innherji
Fréttamynd

Hve­nær fór ríkis­stjórnin að treysta Banka­sýslunni aftur?

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla.

Skoðun
Fréttamynd

Félag Róberts minnkar stöðu sína í Lotus með sölu upp á 33 milljarða

Fjárfestingafélagið Aztiq, stærsti hluthafi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, hefur lokið við sölu á helmingi af nærri tuttugu prósenta hlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan fyrir samtals jafnvirði um 33 milljarða króna. Hluturinn var seldur á um átta prósenta lægra verði en nam síðasta dagslokagengi Lotus. Aztiq hefur lýst því yfir að félagið áformi að leggja aukna fjármuni til að styðja við rekstur Alvotech og hefur hlutabréfaverð þess núna rétt úr kútnum og hækkað um meira en fjórðung á síðustu tveimur viðskiptadögum.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka lætur af störfum

Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara skelfi­legt og ekki til fyrir­myndar“

Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli.

Innlent
Fréttamynd

Ný stjórn kosin á hlut­hafa­fundi

Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent