Viðskipti innlent

Bogi í Icelandair kaupir ein­býlis­hús af Pétri í Eykt

Jakob Bjarnar skrifar
Bogi leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann ákvað að færa sig til, úr einu einbýlishúsinu í annað; hann keypti húsið af Pétri í Eykt en Pétur sér einmitt um að byggja milljarða byggingu fyrir Icelandair í Hafnarfirði.
Bogi leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann ákvað að færa sig til, úr einu einbýlishúsinu í annað; hann keypti húsið af Pétri í Eykt en Pétur sér einmitt um að byggja milljarða byggingu fyrir Icelandair í Hafnarfirði. vísir/vilhelm

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur keypt sér 269,3 fm einbýlishús en svo heppilega vill til að fyrrverandi eigandi hússins er sá sem stýrir byggingu nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Icelandair.

Bogi leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann festi kaup á fasteign. Pétur Guðmundsson í Eykt er eigandi hússins, en Eykt sér um að byggja nýtt skrifstofuhúsnæði fyrir Icelandair sem er 4.800 m² að stærð á 3 hæðum. Það verður staðsett í Hafnarfirði.

Smartland Moggans fjallar um kaupin en þar á bæ er fylgst grannt með gangi mála á fasteignamarkaði. En þar er aðeins nefnt að Bogi og eiginkona hans Björk Unnarsdóttir, hafi keypt húsið af Hólm­fríði Lillý Ómars­dótt­ur en því sleppt að nefna að Hólmfríður er einmitt eiginkona Péturs í Eykt. Svona getur Ísland verið lítið. Húsið mun ekki hafa verið auglýst.

Kaup­in fóru fram 12. júlí á þessu ári og var húsið af­hent 1. sept­em­ber. Bogi og Björk greiddu 275.000.000 krónur fyr­ir húsið sem að sögn Smartlandsins er ákaflega glæsilegt. Þar kemur einnig fram að þau hjónin hafi átt einbýlishús við Dalhús í Grafarvogi, en það stoppaði stutt við á sölu: Bergrós Ingadóttir, sérfræðingur hjá Alvotech keypti það fyrir 175 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×