Allt jafnt í Víkinni Víkingur og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 26. júní 2022 16:30
Stefán Ingi skoraði fjögur er HK gekk frá Dalvík/Reyni í seinni hálfleik HK tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla með öruggum 6-0 sigri á Dalvík/Reyni í Kórnum. Staðan var markalaus í hálfleik en Lengjudeildarliðið lét gestina finna fyrir því í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 26. júní 2022 16:01
Telja Ingvar Jóns, Óskar Örn, Finn Tómas, Steven Lennon og fleiri hafa ollið mestum vonbrigðum Farið var yfir víðan völl líkt og vanalega í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er alla laugardaga á útvarpsstöðinni X977. Í þætti helgarinnar voru meðal annars valdir þeir leikmenn sem hafa ollið mestum vonbrigðum í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 26. júní 2022 14:31
Formaður knattspyrnudeildar Fram eltir ástina til Bandaríkjanna Breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar Fram þó svo að tímabilið sé í fullum gangi. Sigurður Hrannar Björnsson mun ekki sinna starfi formanns áfram þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna. Íslenski boltinn 26. júní 2022 12:31
Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins. Íslenski boltinn 24. júní 2022 17:01
Yfirgefur Fram og fer til föður síns í Þorpinu Framherjinn Alexander Már Þorláksson hefur samið við Þór Akureyri í Lengjudeildinni og mun færa sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum. Hann kemur frá Fram í Bestu deildinni þar sem tækifæri hafa verið af skornum skammti. Íslenski boltinn 24. júní 2022 15:00
Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur. Íslenski boltinn 24. júní 2022 12:01
Í fyrsta sinn hægt að fá klippingu á fótboltaleik í kvöld Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á skemmtilega nýjung á leiknum við Þór í Mosfellsbæ í kvöld. Hægt verður að fá klippingu á meðan á leik stendur. Íslenski boltinn 24. júní 2022 08:30
Mistækir KR-ingar gáfu toppliðinu hvert markið á fætur öðru Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og vann KR 4-0 í gær. Gestirnir gerðu sér einkar erfitt fyrir en segja má að fyrstu tvö mörk leiksins hafi verið hrein og bein gjöf. Mörkin má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 24. júní 2022 08:00
Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2022 22:43
Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. Sport 23. júní 2022 21:57
Sigurður leysir Sigurvin af hólmi KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH. Íslenski boltinn 23. júní 2022 15:14
Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn. Íslenski boltinn 23. júní 2022 13:00
Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 23. júní 2022 09:00
Gummi Ben skammar KR-inga: „Þetta er barnalegt“ Sparkspekingurinn Guðmundur Benediktsson er ekki sáttur með sitt fyrrum félag í Vesturbænum en Guðmundur lætur KR-inga heyra það eftir tilkynningu félagsins um starfslok Sigurvins Ólafssonar hjá KR. Fótbolti 22. júní 2022 23:30
Fornir fjendur hlutu sameiginlegan styrk frá UEFA til að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur KR og Valur hlutu í vikunni styrk frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna verkefnis tengdu málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 22. júní 2022 15:30
Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Íslenski boltinn 22. júní 2022 14:00
Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Íslenski boltinn 22. júní 2022 13:45
Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Íslenski boltinn 22. júní 2022 13:31
Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Íslenski boltinn 22. júní 2022 13:00
Sjáðu öll mörk 10. umferðar Bestu deildar karla Alls voru 23 mörk skoruð í sex leikjum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22. júní 2022 09:31
Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Fótbolti 22. júní 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Leiknir 2-1 | Heimamenn fylgdu eftir góðum sigri í síðasta leik Valur tekur á móti Leikni R. í Bestu deild karla í fótbolta. Með góðum sigri geta Valsarar farið upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Leiknir R. gæti komist úr fallsæti takist þeim að næla í stigin þrjú. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn 21. júní 2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-FH 1-1 | Jafntefli í endurkomu Eiðs Smára ÍA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 21. júní 2022 21:47
„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. Íslenski boltinn 21. júní 2022 16:30
Lygilega lík vítabrot Ólafs Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot. Íslenski boltinn 21. júní 2022 15:30
Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. Íslenski boltinn 21. júní 2022 13:31
Markasúpa á nýjum heimavelli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA. Íslenski boltinn 21. júní 2022 10:30
Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Íslenski boltinn 21. júní 2022 10:00
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. Íslenski boltinn 21. júní 2022 09:00