„Þeir sem að stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. október 2023 16:54 Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með dómgæsluna í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með 4-3 sigur gegn Blikum. Rúnar fór yfir árangurinn hjá liðinu og talaði um ákvörðun félagsins að hafa hann ekki áfram sem þjálfara liðsins. „Ég var brjálaður í hálfleik yfir dómgæslunni. Við áttum að fá víti og rautt spjald sem ég held að hafi verið hundrað prósent. Ég var pirraður út í strákana að sýna ekki meiri hörku og þeir komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Við áttum þennan sigur skilið fannst mér. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Auðvitað var smá heppni að pota inn tveimur mörkum í restina en við vorum búnir að hóta þessu.“ Klippa: Ég er ósáttur við það Rúnar var ekki sáttur með dómarann en hann vildi fá víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. „Við vorum búnir að tala um þetta fyrir mót að þegar að leikmenn komast í gegn og ná skoti eru síðan klipptir niður í kjölfarið ættu menn að fá víti. Hann hoppaði á eftir honum og takkarnir í gegnum leikmanninn og þetta var stórhættulegt. Ef einhver ætlar að segja að þetta sé ekki víti og rautt þá veit ég ekki hvað fótbolti er.“ KR hefur gefið það út að Rúnar Kristinsson verði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili en hvað finnst Rúnari um það? „Mér getur ekki fundist neitt um það. Ég hef verið hér í sex ár og gert mitt besta og hef alltaf gert það. Ákvörðun stjórnar er að ekki framlengja ekki við mig og þar við situr.“ „Þeir verða að eiga það við sjálfan sig hvað þeir vilja sjá og hvaða árangri þeir vilja ná. Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir og hér hefur það ekki verið gert. Hér höfum við ekki fengið nægilega mikið fjármagn til þess að búa til leikmenn og ég missti leikmann í sumarglugganum þegar að ég vildi fá leikmann. Önnur lið sem voru í samkeppni við okkur voru að fá 2-3 leikmenn eins og FH en við fengum engan.“ „Það hafa fullt af ungum leikmönnum fengið tækifæri hjá okkur og það hefur gerst fyrir tilviljun. Það hefur ekki verið skýr leið í því sem við höfum verið að fara og ég er ósáttur við það.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði í viðtali að árangri KR hafi óásættanlegur en hefur Rúnar fengið þann stuðning sem hann þurfti. „Ef þú horfir á leikmannahópinn okkar og skoðar spár fyrir mót þá eru þær bara þarna 5-6 sæti. Það hefði verið mikið afrek að koma þessu liði í Evrópukeppni. Við erum öruggir í sjötta sæti en gætum lent í fimmta en það skiptir ekki máli. Hópurinn er þunnur og við höfum verið óheppnir með meiðsli líka.“ „Það er oft þannig að þeir sem stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir. Þeir vilja hafa meiri skoðun á hlutunum heldur en að leyfa þjálfaranum að hafa skoðun og velja þá leikmenn sem hann vill hafa og reyna frekar að sækja þá leikmenn sem þjálfarinn vill fá ef að það er hægt. Ef að það er ekki hægt peningalega séð þá verðum við að setja okkur önnur markmið og sætta okkur við önnur sæti en efstu fimm.“ Rúnar Kristinsson fékk blómvönd fyrir leik.Vísir/Hulda Margrét „Engu að síður er ég ánægður með árin mín hér þó ég hefði viljað vinna fleiri titla. En ég geng stoltur frá borði og vonandi tekur einhver öflugur þjálfari við og heldur KR í fremstu röð.“ Rúnar var ekki sammála aðspurður hvort það væri sérstakt að aðstoðarþjálfari hans Ole Martin Nesselquist yrði áfram hjá KR en ekki Rúnar sjálfur. „Alls ekki Ole kom hingað og gerði þriggja ára samning. Við eigum mjög gott samstarf og hann er frábær þjálfari og ég er ánægður með hans störf. Vonandi heldur hann áfram að standa sig jafn vel og hann hefur gert fyrir mig og það er bara spurning með hverjum honum verður boðið að starfa með.“ KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Ég var brjálaður í hálfleik yfir dómgæslunni. Við áttum að fá víti og rautt spjald sem ég held að hafi verið hundrað prósent. Ég var pirraður út í strákana að sýna ekki meiri hörku og þeir komu brjálaðir út í seinni hálfleikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson og hélt áfram. „Við áttum þennan sigur skilið fannst mér. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Auðvitað var smá heppni að pota inn tveimur mörkum í restina en við vorum búnir að hóta þessu.“ Klippa: Ég er ósáttur við það Rúnar var ekki sáttur með dómarann en hann vildi fá víti og rautt spjald þegar að Alexander Helgi tæklaði Sigurð Bjart inn í vítateig. „Við vorum búnir að tala um þetta fyrir mót að þegar að leikmenn komast í gegn og ná skoti eru síðan klipptir niður í kjölfarið ættu menn að fá víti. Hann hoppaði á eftir honum og takkarnir í gegnum leikmanninn og þetta var stórhættulegt. Ef einhver ætlar að segja að þetta sé ekki víti og rautt þá veit ég ekki hvað fótbolti er.“ KR hefur gefið það út að Rúnar Kristinsson verði ekki áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili en hvað finnst Rúnari um það? „Mér getur ekki fundist neitt um það. Ég hef verið hér í sex ár og gert mitt besta og hef alltaf gert það. Ákvörðun stjórnar er að ekki framlengja ekki við mig og þar við situr.“ „Þeir verða að eiga það við sjálfan sig hvað þeir vilja sjá og hvaða árangri þeir vilja ná. Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir og hér hefur það ekki verið gert. Hér höfum við ekki fengið nægilega mikið fjármagn til þess að búa til leikmenn og ég missti leikmann í sumarglugganum þegar að ég vildi fá leikmann. Önnur lið sem voru í samkeppni við okkur voru að fá 2-3 leikmenn eins og FH en við fengum engan.“ „Það hafa fullt af ungum leikmönnum fengið tækifæri hjá okkur og það hefur gerst fyrir tilviljun. Það hefur ekki verið skýr leið í því sem við höfum verið að fara og ég er ósáttur við það.“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði í viðtali að árangri KR hafi óásættanlegur en hefur Rúnar fengið þann stuðning sem hann þurfti. „Ef þú horfir á leikmannahópinn okkar og skoðar spár fyrir mót þá eru þær bara þarna 5-6 sæti. Það hefði verið mikið afrek að koma þessu liði í Evrópukeppni. Við erum öruggir í sjötta sæti en gætum lent í fimmta en það skiptir ekki máli. Hópurinn er þunnur og við höfum verið óheppnir með meiðsli líka.“ „Það er oft þannig að þeir sem stjórna sjá fótbolta öðruvísi en þjálfararnir. Þeir vilja hafa meiri skoðun á hlutunum heldur en að leyfa þjálfaranum að hafa skoðun og velja þá leikmenn sem hann vill hafa og reyna frekar að sækja þá leikmenn sem þjálfarinn vill fá ef að það er hægt. Ef að það er ekki hægt peningalega séð þá verðum við að setja okkur önnur markmið og sætta okkur við önnur sæti en efstu fimm.“ Rúnar Kristinsson fékk blómvönd fyrir leik.Vísir/Hulda Margrét „Engu að síður er ég ánægður með árin mín hér þó ég hefði viljað vinna fleiri titla. En ég geng stoltur frá borði og vonandi tekur einhver öflugur þjálfari við og heldur KR í fremstu röð.“ Rúnar var ekki sammála aðspurður hvort það væri sérstakt að aðstoðarþjálfari hans Ole Martin Nesselquist yrði áfram hjá KR en ekki Rúnar sjálfur. „Alls ekki Ole kom hingað og gerði þriggja ára samning. Við eigum mjög gott samstarf og hann er frábær þjálfari og ég er ánægður með hans störf. Vonandi heldur hann áfram að standa sig jafn vel og hann hefur gert fyrir mig og það er bara spurning með hverjum honum verður boðið að starfa með.“
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira