Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 14:15 KR-ingurinn Olav Öby og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson elta boltann í síðasta leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira