Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2-2 | Tíu Árbæingar náðu í stig Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2023 21:09 Vísir/Hulda Margrét HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. Þrátt fyrir að hafa spilað nánast allan leikinn manni færri og lent tvisvar undir sýndi Fylkir mikinn karakter og náði í jafntefli. Gestirnir voru betri og óheppnir að ná ekki í öll stigin. Það dró til tíðinda eftir tæplega sex mínútur. Eftir skemmtilega útfærslu af aukaspyrnu skallaði Örvar fyrirgjöf Atla Hrafns á markið þar sem Sveinn Gísli Þorkelsson rak höndina í boltann og kom í veg fyrir mark. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, var í engum vafa og gaf Sveini beint rautt spjald. Atli Arnarsson tók vítið og setti boltann beint á markið og skoraði. Fylkir var því manni færi og marki undir. Martraða byrjun hjá Árbæingum sem eru í blóðugri fallbaráttu. Eftir þessa fjörugu byrjun datt leikurinn niður. Fylkir fór að færa sig ofar á völlinn og þegar Fylkir skapaði sér færi þá kom það í gegnum Arnór Breka Ástþórsson sem var líflegur og átti skot í slána um miðjan fyrri hálfleik. Helgi Mikael dæmdi síðan aðra vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar að Marciano Aziz gerðist brotlegur inn í teig þegar hann sparkaði í Nikulás Val Gunnarsson. Benedikt Daríus Garðarsson tók vítaspyrnuna og setti boltann í vinstra hornið en Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, hreyfði sig ekki. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Anton Søjberg skoraði annað mark HK-inga þegar að tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir darraðadans skallaði Atli Hrafn boltann í gegnum varnarlínu Fylkis og á Anton sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi. Þórður Gunnar Hafþórsson sem kom inn á sem varamaður jafnaði á 72. mínútu. Benedikt Daríus átti frábæra sendingu fyrir markið beint á Þórð Gunnar sem stangaði boltann í markið. Gestirnir fengu færi til þess að skora þriðja markið en nýttu ekki tækifærin og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? HK var manni fleiri frá áttundu mínútu og komst tvisvar yfir. Fylkir spilaði hins vegar mjög vel manni færri og það var ekki að hafa áhrif á liðið. Gestirnir fengu færi til þess að klára leikinn í stöðunni 2-2 en nýttu þau ekki og leikurinn endaði með jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Daríus Garðarsson var frábær í kvöld og kom að báðum mörkum Fylkis. Benedikt skoraði fyrsta markið úr víti og átti stoðsendingu í öðru markinu. Nikulás Val Gunnarsson var öflugur í kvöld. Nikulás krækti í vítið sem Fylkir fékk og átti heillt yfir flotta frammistöðu. Hvað gekk illa? Sveinn Gísli Þorkelsson gerði liðsfélögum sínum engan greiða með því að fá rautt spjald fyrir að verja boltann með hendinni. HK-ingar voru klaufar að nýta liðsmuninn ekki betur. Heimamenn komust tvisvar yfir en eins og oft áður náðu þeir ekki að halda út. Þetta var sjötta jafntefli HK í síðustu sjö leikjum í Kórnum. Hvað gerist næst? HK fær ÍBV í heimsókn næsta sunnudag klukkan 17:00. Keflavík og Fylkir mætast á sunnudaginn klukkan 13:00. „Það var ekki að sjá að við værum einum færri“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var brattur eftir leikVísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með hvernig Fylkir spilaði einum færri en hefði viljað þrjú stig. „Við fengum á okkur víti og rautt spjald í byrjun. Það var ekki af því að við vorum slakir í byrjun en mér fannst dómgæslan skrítin og þetta víti. Þegar að ég horfi á þetta aftur fannst mér þetta ekki vera hendi en síðan geta menn rætt það fram og til baka. Þetta var dýrt ef þetta er svona tvísýnt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson eftir leik og hélt áfram. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu þar sem við komum tvisvar til baka og við vorum hættulegri í lokin. Ég held að xG hjá okkur hafi verið hærra þrátt fyrir að við værum einum færri og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Það var kraftur og orka í okkur sem verður að vera gegn Keflavík í næsta leik.“ Rúnar Páll var ánægður með hvernig Fylkir spilaði eftir að hafa orðið manni færri. „Þú þarft að leggja meira á þig einum færri og það kom. Við leystum þetta vel og við spiluðum með tvær línur og einn frammi. Ég var stoltur af því hvernig við leystum þetta og fengum hættulegar sóknir. Það var álag á strákunum að vera svona lengi einum færri og það var vel gert að skora tvö mörk,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson að lokum. Besta deild karla HK Fylkir
HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. Þrátt fyrir að hafa spilað nánast allan leikinn manni færri og lent tvisvar undir sýndi Fylkir mikinn karakter og náði í jafntefli. Gestirnir voru betri og óheppnir að ná ekki í öll stigin. Það dró til tíðinda eftir tæplega sex mínútur. Eftir skemmtilega útfærslu af aukaspyrnu skallaði Örvar fyrirgjöf Atla Hrafns á markið þar sem Sveinn Gísli Þorkelsson rak höndina í boltann og kom í veg fyrir mark. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, var í engum vafa og gaf Sveini beint rautt spjald. Atli Arnarsson tók vítið og setti boltann beint á markið og skoraði. Fylkir var því manni færi og marki undir. Martraða byrjun hjá Árbæingum sem eru í blóðugri fallbaráttu. Eftir þessa fjörugu byrjun datt leikurinn niður. Fylkir fór að færa sig ofar á völlinn og þegar Fylkir skapaði sér færi þá kom það í gegnum Arnór Breka Ástþórsson sem var líflegur og átti skot í slána um miðjan fyrri hálfleik. Helgi Mikael dæmdi síðan aðra vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar að Marciano Aziz gerðist brotlegur inn í teig þegar hann sparkaði í Nikulás Val Gunnarsson. Benedikt Daríus Garðarsson tók vítaspyrnuna og setti boltann í vinstra hornið en Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, hreyfði sig ekki. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Anton Søjberg skoraði annað mark HK-inga þegar að tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir darraðadans skallaði Atli Hrafn boltann í gegnum varnarlínu Fylkis og á Anton sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi. Þórður Gunnar Hafþórsson sem kom inn á sem varamaður jafnaði á 72. mínútu. Benedikt Daríus átti frábæra sendingu fyrir markið beint á Þórð Gunnar sem stangaði boltann í markið. Gestirnir fengu færi til þess að skora þriðja markið en nýttu ekki tækifærin og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? HK var manni fleiri frá áttundu mínútu og komst tvisvar yfir. Fylkir spilaði hins vegar mjög vel manni færri og það var ekki að hafa áhrif á liðið. Gestirnir fengu færi til þess að klára leikinn í stöðunni 2-2 en nýttu þau ekki og leikurinn endaði með jafntefli. Hverjir stóðu upp úr? Benedikt Daríus Garðarsson var frábær í kvöld og kom að báðum mörkum Fylkis. Benedikt skoraði fyrsta markið úr víti og átti stoðsendingu í öðru markinu. Nikulás Val Gunnarsson var öflugur í kvöld. Nikulás krækti í vítið sem Fylkir fékk og átti heillt yfir flotta frammistöðu. Hvað gekk illa? Sveinn Gísli Þorkelsson gerði liðsfélögum sínum engan greiða með því að fá rautt spjald fyrir að verja boltann með hendinni. HK-ingar voru klaufar að nýta liðsmuninn ekki betur. Heimamenn komust tvisvar yfir en eins og oft áður náðu þeir ekki að halda út. Þetta var sjötta jafntefli HK í síðustu sjö leikjum í Kórnum. Hvað gerist næst? HK fær ÍBV í heimsókn næsta sunnudag klukkan 17:00. Keflavík og Fylkir mætast á sunnudaginn klukkan 13:00. „Það var ekki að sjá að við værum einum færri“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var brattur eftir leikVísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með hvernig Fylkir spilaði einum færri en hefði viljað þrjú stig. „Við fengum á okkur víti og rautt spjald í byrjun. Það var ekki af því að við vorum slakir í byrjun en mér fannst dómgæslan skrítin og þetta víti. Þegar að ég horfi á þetta aftur fannst mér þetta ekki vera hendi en síðan geta menn rætt það fram og til baka. Þetta var dýrt ef þetta er svona tvísýnt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson eftir leik og hélt áfram. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu þar sem við komum tvisvar til baka og við vorum hættulegri í lokin. Ég held að xG hjá okkur hafi verið hærra þrátt fyrir að við værum einum færri og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Það var kraftur og orka í okkur sem verður að vera gegn Keflavík í næsta leik.“ Rúnar Páll var ánægður með hvernig Fylkir spilaði eftir að hafa orðið manni færri. „Þú þarft að leggja meira á þig einum færri og það kom. Við leystum þetta vel og við spiluðum með tvær línur og einn frammi. Ég var stoltur af því hvernig við leystum þetta og fengum hættulegar sóknir. Það var álag á strákunum að vera svona lengi einum færri og það var vel gert að skora tvö mörk,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti