Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan - Keflavík 4-0 | Stjarnan tryggði Evrópusætið og Jasmín tryggði gullskóinn

Stjarnan tryggði sér annað sæti Bestu-deildar kvenna og þar með sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þegar liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar í dag. Katrína Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur og Jasmín Erla Ingadóttir tryggði sér gullskó Bestu-deildarinnar þegar hún gulltryggði sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Rokk og ról á laugardaginn“

Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut

ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar.Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn