„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:51 Halldór Árnason var sáttur við spilamennsku Blikaliðsins. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. „Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
„Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira