„Þetta er fallhópur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 11:31 Fylkismenn björguðu sér frá falli á síðasta tímabili. vísir/diego Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Fylkismenn tefli á tæpasta vað með því styrkja liðið ekki meira en þeir hafa gert fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar. Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Fylki er spáð 11. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Fylkismenn enduðu í 8. sæti í fyrra. Fylkir hefur misst sterka leikmenn á borð við Arnór Gauta Jónsson, Pétur Bjarnason og Ólaf Karl Finsen í vetur og ekki bætt miklu við liðið. „Ég veit ekki hvort þeir eru í mínus. Það eru spurningarmerki. Þeir eru mögulega á pari, jafnvel í mínus. Halldór Jón Sigurður Þórðarson er eini af leikmönnunum sem þeir hafa fengið sem hefur sannað sig í efstu deild en hinir eiga það eftir. Það er mikið farið úr sóknarleiknum og maður hefur áhyggjur af því,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Þeir björguðu sér alveg í lokin í fyrra, á stemmningstímabili þar sem Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] barði trú í hópinn að þeir væru nógu góðir til að halda sér uppi. Það hefur minna farið fyrir því núna þannig maður hefur smá áhyggjur af Fylki.“ Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar Páll sé sannarlega með leikmenn Fylkis á bak við sig. „Manni fannst það svo augljóst að þeir kokgleyptu allt sem hann sagði í fyrra og hefðu hlaupið í gegnum veggi fyrir manni. Það var klárt mál að hann var algjörlega með hópinn með sér en það verður fróðlegt að sjá hvort það haldi þegar við komum inn í mótið í ár,“ sagði Atli Viðar. En eru Fylkismenn kaldir að fara inn í tímabilið með þennan hóp? „Mér fannst þeir kaldir í fyrra og finnst þeir kaldir í ár. Þetta er stanslaus samanburður. Menn bera sig saman við hin liðin. Hvar er þetta lið samanborið við hin liðin í deildinni? Varðandi hópinn og leikmennina sem þeir eru með myndi ég segja að þeir væru fyrir neðan línu. Þetta er fallhópur. Það er spurning hvað þú getur gert með hann. Það tókst í fyrra þannig það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í ár,“ sagði Baldur. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fylkir Besta sætið Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 „Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. 1. apríl 2024 09:30