Visa og Mastercard loka á Rússa Visa og Mastercard hafa tilkynnt að þau muni loka á viðskipti Rússa erlendis sem og notkun erlendra aðila í Rússlandi. Erlent 6. mars 2022 00:01
Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. Erlent 5. mars 2022 23:01
Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Innlent 5. mars 2022 20:30
Breskir blaðamenn náðu því á myndband þegar Rússar réðust á þá Mesti fjöldaflótti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar er skollinn á. Hundruð þúsunda reyna að flýja Maríupol en Rússar eru sagðir hafa virt vopnahlé þar að vettugi. 56 eru komnir til Íslands frá Úkraínu. Erlent 5. mars 2022 20:03
Blinken og Kuleba hittust í Póllandi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, Antony Blinken og Dmytro Kuleba áttu fund á landamærum Úkraínu og Póllands í dag. Kuleba sagði það merki um veikleika að NATO neiti að setja á flugbann yfir Úkraínu. Erlent 5. mars 2022 19:30
Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Erlent 5. mars 2022 17:46
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Innlent 5. mars 2022 16:37
Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Erlent 5. mars 2022 13:57
Furðar sig yfir fjarveru kvenna í viðræðum um frið Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, furðar sig á því að konur hafi ekki aðkomu að friðarviðræðum sendinefnda Rússlands og Úkraínu. Innlent 5. mars 2022 13:14
Fjöldi flóttamanna gæti náð einni og hálfri milljón um helgina Nú þegar hefur 1,3 milljón flóttamanna flúð Úkráinu á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá upphafi innrásar Rússa í landið. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, telur fjöldann munu ná einni og hálfri milljón fyrir helgarlok. Erlent 5. mars 2022 12:31
Óvíst hvort Rússar virði vopnahlé á allri útgönguleiðinni Unnið er að því að rýma borgirnar Maríupol og Volnovakha. Samið hefur verið um vopnahlé á ríflega tvö hundruð kílómetra leið frá borgunum til Zaporizhzhia í norðri en borgarráð Maríupol efast um að Rússar efni samninginn að fullu. Erlent 5. mars 2022 10:36
Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Erlent 5. mars 2022 07:25
Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Innlent 4. mars 2022 23:30
Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Erlent 4. mars 2022 22:21
Verjum fullveldi Úkraínu – burt með rússneskt herlið Krafa dagsins hlýtur að vera sú, að stjórnvöld í Rússlandi kalli herlið sitt, skriðdreka og annan herbúnað, strax til baka úr Úkraínu og virði fullveldi landsins. Skoðun 4. mars 2022 21:31
Loka fyrir samfélagsmiðla í Rússlandi Rússneska fjarskiptastofnunin Roskomnadzor hefur ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook og Twitter í landinu. Svo virðist sem yfirvöld í Moskvu ætli að einangra landið algjörlega á netinu. Innlent 4. mars 2022 20:29
Börn taka umræðuna inn á sig Stríðið í Úkraínu hvílir þungt á sumum börnum hér á landi en sum reyna að hugsa sem minnst um það. Sálfræðingur segir að foreldrar geti með sinni hegðun haft áhrif á hversu mikið börnin taki stríðið og afleiðingarnar af því inn á sig. Innlent 4. mars 2022 19:59
Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Innlent 4. mars 2022 19:26
Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi. Innlent 4. mars 2022 16:40
Stríð í Evrópu Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Skoðun 4. mars 2022 15:30
Vill að loftvarnaflautur ómi í öllum borgum Evrópu Íbúa Kænugarðs líður eins og hún hafi ferðast aftur í tímann. Hún segir að fáir hafi gert ráð fyrir allsherjar hernaðarinnrás Rússa inn í Úkraínu og margir íbúar hafi jafnvel sýnt gáleysi. Erlent 4. mars 2022 15:13
Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. Heimsmarkmiðin 4. mars 2022 15:03
Breiðablik skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu Kvennafótboltalið Breiðabliks þekkir vel aðstæðurnar þar sem Rússar ráðast inn í Úkraínu því liðið var þar í keppnisferðalagi fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Fótbolti 4. mars 2022 15:01
Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Innlent 4. mars 2022 14:42
Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance. Heimsmarkmiðin 4. mars 2022 14:36
Á fjórða hundrað almennra borgara fallið í átökunum en líklega mun fleiri Að minnsta kosti 331 almennur borgari hefur fallið og 675 særst í innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem telur þó að talan sé mun hærri. Erlent 4. mars 2022 14:35
Flugbann ekki í kortunum hjá NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagins ætla ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu. Þetta tilkynnti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, nú fyrir skömmu en málið var til umræðu eftir ítrekuð áköll ráðamanna í Úkraínu. Erlent 4. mars 2022 13:31
Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Innlent 4. mars 2022 13:17
Bein útsending: Málþing um afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu á þjóðarrétt Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, og ELSA á Íslandi, Íslandsdeild samtaka evrópskra laganema, standa fyrir málþingi í dag, föstudaginn 4. mars, sem verður streymt í beinni útsendingu frá Háskóla Íslands Innlent 4. mars 2022 13:06
Geislavirkni mælist ekki meiri í Zaporizhzhia Mælingar við Zaporizhizhia, kjarnorkuverið í suðurhluta Úkraínu, benda til að geislavirk efni hafi ekki lekið út í umhverfið eftir að eldur brann þar í nótt. Þetta segir Rafael Grossi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Erlent 4. mars 2022 12:47