Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:52 Úkraína sigraði Eurovision 2022. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. Sambandið segist skilja að fullu þau miklu vonbrigði sem fylgi slíkri ákvörðun. Velferð þeirra rúmlega 40 þúsund manna sem vinna að eða sækja Eurovision keppnina sé sambandinu efst í huga. „Reglur keppninnar kveða skýrlega á um að viðburðurinn geti verið færður þegar utanaðkomandi aðstæður krefjist þess, líkt og yfirstandandi stríð.“ Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á Twitter síðu sambandsins. The EBU has issued the statement below regarding the hosting of next year’s Eurovision Song ContestFind it online here ➡️ https://t.co/q1jB7NOrv5#Eurovision #ESC2023 pic.twitter.com/5SJ4UpCR4I— EBU (@EBU_HQ) June 23, 2022 Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. Felix Bergsson, sem hefur gjarnan fylgt íslenska hópnum í keppnina, segist standa með Úkraínumönnum. Hann segir það sorglegt en annað land verði að halda keppnina árið 2023. I stand with Ukraine 🇺🇦 but sadly the hosting of Eurovision Song Contest 2023 has to happen in another country. Please read this statement from the EBU https://t.co/JWxBvnjKvk— Felix Bergsson (@FelixBergsson) June 23, 2022 Skipuleggjendur höfðu beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Sambandið segist skilja að fullu þau miklu vonbrigði sem fylgi slíkri ákvörðun. Velferð þeirra rúmlega 40 þúsund manna sem vinna að eða sækja Eurovision keppnina sé sambandinu efst í huga. „Reglur keppninnar kveða skýrlega á um að viðburðurinn geti verið færður þegar utanaðkomandi aðstæður krefjist þess, líkt og yfirstandandi stríð.“ Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á Twitter síðu sambandsins. The EBU has issued the statement below regarding the hosting of next year’s Eurovision Song ContestFind it online here ➡️ https://t.co/q1jB7NOrv5#Eurovision #ESC2023 pic.twitter.com/5SJ4UpCR4I— EBU (@EBU_HQ) June 23, 2022 Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. Felix Bergsson, sem hefur gjarnan fylgt íslenska hópnum í keppnina, segist standa með Úkraínumönnum. Hann segir það sorglegt en annað land verði að halda keppnina árið 2023. I stand with Ukraine 🇺🇦 but sadly the hosting of Eurovision Song Contest 2023 has to happen in another country. Please read this statement from the EBU https://t.co/JWxBvnjKvk— Felix Bergsson (@FelixBergsson) June 23, 2022 Skipuleggjendur höfðu beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant.
Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira