Vaktin: íhuga að hörfa frá Lysychansk Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 23. júní 2022 08:36 Hermenn og fjölmiðlamenn forðast sprengjuregn í Lysychansk. Þeir gætu yfirgefið borgina alveg á næstu dögum. Marcus Yam/Getty Besta öryggistrygging Úkraínu liggur í aðild að Evrópusambandinu, sem myndi gera Vladimir Pútín Rússlandsforseta erfiðara fyrir að ráðast aftur inn í landið. Þetta segir Jonathan Powell, fyrrverandi starfsmannastjóri Tony Blair og samningamaður Breta í málefnum Norður-Írlands. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Powell segir að „stækka þurfi kökuna“ hvað varðar samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa, það er að segja útvíkka viðræðurnar frá deilum um land yfir í samtal um öryggi í Evrópu og endurnýjun samskipta Nató og Rússlands. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, vandar ráðamönnum Evrópu ekki kveðjurnar og segist sakna leiðtoga á borð við Helmut Kohl, Jacques Chirac og Margaret Thatcher. Hann segir vandamálið að leiðtogar Evrópu séu nú aðeins bakraddir einsöngvara Bandaríkjanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ríki sem hafa þjáðst vegna egós Bandaríkjanna og „gervihnatta þeirra“ þurfa að endurskoða efnahagstengsl sín til að vera ekki háð geðþótta Vesturlanda. Bretarnir tveir sem voru dæmdir til dauða í Donetsk leggja drög að áfrýjun dómsins. Rússar halda áfram að sækja fram í Luhansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa stefna að því að endurtaka leikinn í Maríupól í Donbas. Leiðtogar Evrópusambandsins funda í dag til að ákveða hvort Úkraínu verði veitt staða umsóknarríkis. „Við eigum það skilið,“ sagði Selenskí í ávarpi í gær.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira