Spá takmörkuðum landvinningum en síðan pattstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 12:42 Úkraínskur hermaður á víglínunni í Severodonetsk. AP/Oleksandr Ratushniak Samkvæmt umfjöllun New York Times telja embættismenn vestanhafs að myndin í Úkraínu sé að skýrast; Rússar muni líklega leggja undir sig meira svæða í austurhluta landsins en mæta harðri andspyrnu sífellt betur vopnaðra Úkraínumanna og ekki ná algjörum yfirráðum yfir Donbas. Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mark A. Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ef Úkraínumenn nota vopnin frá Vesturlöndum rétt ætti það að hjálpa þeim mikið á vígvellinum. Þetta segja heimildarmenn NY Times hjá Pentagon þýða að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að sækja fram í Donetsk líkt og þeim hefur tekist í Luhansk. Yfirlýst markmið Rússa er að „frelsa“ bæði héruðin, sem þeir hafa viðurkennt sem sjálfstæð ríki. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að Rússar muni ná Luhansk á sitt vald á næstunni. Vopnasendingar Vesturlanda, sem ættu að fara að skila sér á vígvöllinn, muni hins vegar styrkja stöðu Úkraínuhers í Donetsk. Neither side will likely gain full control of a pivotal region in eastern Ukraine as a depleted Russian military faces an opponent armed with increasingly sophisticated weapons w/@helenecooper, @julianbarnes https://t.co/dniqqgQ4s7— Eric Schmitt (@EricSchmittNYT) June 21, 2022 Frederick B. Hodges, fyrrverandi herforingi Bandaríkjahers í Evrópu, gerir ráð fyrir að stríðið muni vara einhverja mánuði í viðbót en að seint í sumar ættu Úkraínumenn að eygja möguleika á því að ná vopnum sínum og hrekja Rússa eitthvað til baka. „Þetta er prófraun er varðar vilja og vilji Úkraínumanna er meiri,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að staða Úkraínu muni batna með hverri vikunni á sama tíma og það mun fjara undan stöðu Rússa. Þeir eiga enga bandamenn eða vini.“ Michael Kofman, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segist telja báða aðila munu verða að þrotum komna eftir um tvo mánuði. Úkraínumenn skorti aðföng og vopn og Rússar séu nú þegar vanbúnir og ekki undir það búnir að eiga í átökum í lengri tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira