Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júní 2022 15:25 Úkraínskum hermönnum í Sieveródonetsk hefur verið skipað að hörfa úr borginni. EPA/Oleksandr Ratushniak Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa. Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Sieveródonetsk, stjórnsýslukjarni Lúhansk-héraðs, hefur legið undir stöðugum loftárásum Rússa undanfarnar vikur. Fyrst um sinn börðust úkraínskir hermenn við rússneska herinn frá húsi til húss í borginni áður en þeir hörfuðu til Azot-efnaverksmiðjunnar í jaðri borgarinnar. Þar eru þeir enn staðsettir í neðanjarðarmannvirkjum efnaverksmiðjunnar ásamt um 500 almennum borgurum sem leituðu sér einnig skjóls í verksmiðjunni. Úkraínskur hermaður í Sieveródonetsk fær sígarettu hjá félaga sínum.EPA/Oleksandr Ratushniak Á undanförnum dögum hefur rússneski herinn, staðsettur í kringum Sieveródonetsk og nágrannaborgina Lýsitsjansk, sótt fram við árbakkann hinum megin við Donetsk-fljót í tilraun til að umkringja úkraínska herinn. Rússneski herinn hefur lagt sérstaka áherslu borgirnar tvær til að hertaka Donbas-hérað endanlega og yfirbuga úkraínsku herdeildirnar þar, einn færasta og forhertasta hluta úkraínska hersins. Rússneski herinn herðir að Borgirnar tvær og svæðin þar í kring eru síðustu staðirnir sem Úkraínumenn hafa enn yfirráð yfir í Lúhansk-héraði en rússneski herinn og aðskilnaðarsinnar hafa náð tökum á yfir 95 prósent af svæði héraðsins. Rússar og aðskilnaðarsinnar eru einnig með stjórn á yfir helmingi Donetsk-svæðis. Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs, sagði við AP í dag að úkraínskir hermenn hafi fengið skipun um að yfirgefa Sieveródonetsk til að koma í veg fyrir enn stærri ósigra og forða því að Rússar umkringi úkraínska herinn. Þá sagði hann að það þýddi ekkert að halda kyrru fyrir í eyðilagðri borg, sérstaklega þegar mannfall hefur aukist undanfarið. Hann sagði að úkraínskir hermenn hafi fengið „skipanir um að hörfa frá Sieveródonentsk að nýjum stöðum á víggirtum svæðum og haldi áfram andspyrnunni þaðan.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira