Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 27. júní 2022 08:31 Skjáskot af myndbandi sem birt var af verslunarmiðstöðinni í Kremenchuk. Óttast er að tala látinna sé ansi há en talið er að rúmlega eitt þúsund manns hafi verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Kyiv Independent Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Loftskeyti hefur hæft verslunarmiðstöð í Kremenchuk. Rúmlega eitt þúsund manns eru sagðir hafa verið inni í miðstöðinni þegar árásin varð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði leiðtogafund G7 í dag. Hann er sagður hafa biðlað til bandamanna um aðstoð til að binda enda á stríðið fyrir árslok. Stjórnvöld á Bretlandseyjum segjast vera að aðstoða Úkraínumenn við að freista þess að búa til landbrú til að koma kornvöru frá landinu. Umhverfismálaráðherra Breta virtist í morgun taka undir ásakanir Úkraínumanna um að Rússar væru að stela kornbirgðum landsins. Bloomberg greinir frá því að svo virðist sem Rússland hafi ekki innt af hendi vaxtagreiðslur af skuldabréfum sem voru á gjalddaga í gær. Ef það er rétt er um að ræða fyrsta skiptið sem ríkið stendur ekki skil á skuldum sínum frá 1917. Reuters segir að Bandaríkjamenn muni greina frá því í vikunni að þeir hafi keypt háþróað eldflaugavarnakerfi fyrir Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira