Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Mara­bou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins.

Neytendur
Fréttamynd

Prigoz­hin kominn á áfangastað

Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður rann­sókn á „svikaranum“ Prigoz­hin og Wagner

Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn.

Erlent
Fréttamynd

„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“

Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Valda­rán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upp­lausn Wagner

Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína án Rúss­lands: Fyrir­heitna landið

Eftir á að hyggja er grein Vladímír Pútín „Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna“ (2021) ætlað að rökstyðja innrás í Úkraínu. Greinin er birt á vefsíðu Kremlar þann 12. júlí 2021 (klukkan 17:00). Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Í neðangreindu máli skoða ég þá réttlætingu sem Pútín teflir fram fyrir hernaðaraðgerð gegn Úkraínu, til samanburðar réttlætingar arfleifðar Ísraelsmanna í Kanaanlandi, samkvæmt 1. Mósebók.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­veru­leg ógn við vald Pútíns

Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, segir upp­reisn Yev­geny Prigoz­hin og Wagner mála­liðanna í Rúss­landi í gær hafa verið raun­veru­lega ógn við vald Vla­dimírs Pútíns, Rússlands­for­seta. Hann segir Banda­ríkin fylgjast vel með stöðunni.

Erlent
Fréttamynd

Bið­leikur hafinn í Rúss­landi

Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. 

Erlent
Fréttamynd

Wagner-liðar fá sakar­upp­gjöf og Prigoz­hin fer til Bela­rús

Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín

Prófessor í stjórn­mála­fræði segir ekki hægt að líta öðru­vísi svo á en að um valda­ráns­til­raun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rúss­landi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur sam­starfs­maður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valda­skiptum.

Erlent
Fréttamynd

Hver er pylsu­salinn í land­ráða­ham?

Yev­geny V. Prigoz­hin, leið­togi Wagner mála­liða­hópsins og við­skipta­jöfurinn sem löngum hefur verið þekktur sem „kokkur Pútíns“ berst nú leynt og ljóst gegn rúss­neska ríkinu. Er­lendir miðlar hafa keppst við að gera lit­ríkri ævi leið­toga mála­liða­hópsins skil í dag.

Erlent
Fréttamynd

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur

Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Gengur hægar en vonast var eftir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Reiknað með mikilli sölu á flugvélum í París

Vikulöng flugsýning hófst í París í dag í fyrsta sinn frá því kórónuveirufaraldurinn skall á. Reiknað er með að gengið verði frá fjölda samninga um kaup og sölu á flugvélum á sýningunni fyrir stórar upphæðir.

Erlent
Fréttamynd

Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður

Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið.

Innlent
Fréttamynd

„Til fjandans með þá“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland.

Erlent