Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:47 Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Okkur hefur verið að birtast sífellt betur ólík sýn ríkja á þá grundvallarskyldu alþjóðasamfélagsins að tryggja virðingu fyrir alþjóðalögum, landamærum og landhelgi ríkja, sem og grunngildum mannréttinda, frelsis og lýðræðis sem alþjóðakerfið byggist á. Stöndum vörð um alþjóðakerfið Í ávarpi mínu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í upphafi vikunnar, því fyrsta síðan Ísland tók sæti í ráðinu á nýjan leik, lýsti ég áhyggjum af þessari þróun og hvatti til að ríki heims legðust sameiginlega á árarnar og stæðu vörð um alþjóðakerfið sem komið var á fót með stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum. Hér eigum við Íslendingar eiginlega allt undir. Okkur hefur farnast vel á lýðveldistímanum, höfum brotist til velsældar á þeim grunni sem stofnað var til í styrjaldarlok 1945, þar sem ríki heims sameinuðust um að snúa baki við stríði og leggja áherslu á mannréttindi sérhverrar manneskju og jafnan rétt allra ríkja, stórra sem smárra. Það felast þess vegna verulegir hagsmunir í því fyrir okkur að standa vörð um þá heimsmynd sem hefur verið við lýði, það regluverk sem sett var á laggirnar og þá trú á manngildi sem við höfum haft í heiðri. Ekki síst að alþjóðalög haldi og séu virt. Þessi sýn hefur frá upphafi haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir landvinningastríð og í ávarpi mínu dró ég fram að ólögleg allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu væri skýrasta dæmið um þá þróun sem við værum að horfa upp á. Á mánudag voru einmitt þrjú ár liðin frá því að Pútín Rússlandsforseti hóf þá skelfilegu vegferð og var þess minnst með ýmsum hætti, m.a. með fundahöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gott var að sjá leiðtoga allra Norðurlandanna þar samankomna en það sendir skýr skilaboð um afstöðu og einarðan stuðning ríkjanna, þ.m.t. Íslands. Sama dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York harðorða ályktun um innrás Rússlands í Úkraínu og var gleðilegt að sjá að meirihluti aðildarríkjanna skyldi þar fylkja liði þrátt fyrir viðleitni stærri ríkja til að drepa málum á dreif. Í mannréttindaráðinu á umbrotatímum Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin á þessum umbrotatímum er mikil áskorun. Um ábyrgðarhlutverk er að ræða sem ég ætla sem utanríkisráðherra að beita mér fyrir að við rækjum af alúð og festu. Það felur nefnilega líka í sér tækifæri fyrir okkur að sýna hvaða gildi við Íslendingar setjum á oddinn og sanna að við erum óhrædd við að beita okkur í þeirra þágu. Við Íslendingar höfum margt gott fram að færa á þessum vettvangi. Það höfum við nú þegar sýnt. Það er litið til okkar í mörgum málum, ekki síst í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks, enda erum við þar í fararbroddi líkt og alþjóðamælikvarðar gefa jafnan til kynna. Við höfum hins vegar ekki farið varhluta af því bakslagi sem orðið hefur í mannréttindamálum á heimsvísu. Því miður enduróma sömu sjónarmið hér á Íslandi sem gerast nú hávær á alþjóðavísu. Hugmyndafræði sem grefur undan réttindum fólks flæðir yfir landamæri í gegnum samfélagsmiðla og því verðum við að vera vakandi fyrir. Slík hugmyndafræði má ekki taka sér bólfestu í okkar samfélagi. Þar berum við stjórnmálafólk mikla ábyrgð. Þeim mun mikilvægara er að rödd Íslands heyrist hátt og skýrt. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, einmitt vegna þess að Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt, þar með talin alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög. Stöndum saman gegn bakslagi Á Íslandi höfum við einsett okkur að búa til samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær að njóta sín, óháð kyni, litarhafti, trú, kynvitund eða kynhneigð. Við þurfum vissulega að hafa í huga að vinnunni að bættum mannréttindum lýkur aldrei. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Verkið sem við okkur blasir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin er ærið en við munum beita okkur með þeim hætti að hægt verði að ganga stolt frá borði. Við munum láta að okkur kveða í áherslumálum Íslands og undirstrika að öll ríki heims standi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Þannig er best tryggt að við öll fáum notið sjálfsagðra réttinda og frelsis. Slíku samfélagi vil ég búa í. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Okkur hefur verið að birtast sífellt betur ólík sýn ríkja á þá grundvallarskyldu alþjóðasamfélagsins að tryggja virðingu fyrir alþjóðalögum, landamærum og landhelgi ríkja, sem og grunngildum mannréttinda, frelsis og lýðræðis sem alþjóðakerfið byggist á. Stöndum vörð um alþjóðakerfið Í ávarpi mínu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í upphafi vikunnar, því fyrsta síðan Ísland tók sæti í ráðinu á nýjan leik, lýsti ég áhyggjum af þessari þróun og hvatti til að ríki heims legðust sameiginlega á árarnar og stæðu vörð um alþjóðakerfið sem komið var á fót með stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum. Hér eigum við Íslendingar eiginlega allt undir. Okkur hefur farnast vel á lýðveldistímanum, höfum brotist til velsældar á þeim grunni sem stofnað var til í styrjaldarlok 1945, þar sem ríki heims sameinuðust um að snúa baki við stríði og leggja áherslu á mannréttindi sérhverrar manneskju og jafnan rétt allra ríkja, stórra sem smárra. Það felast þess vegna verulegir hagsmunir í því fyrir okkur að standa vörð um þá heimsmynd sem hefur verið við lýði, það regluverk sem sett var á laggirnar og þá trú á manngildi sem við höfum haft í heiðri. Ekki síst að alþjóðalög haldi og séu virt. Þessi sýn hefur frá upphafi haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir landvinningastríð og í ávarpi mínu dró ég fram að ólögleg allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu væri skýrasta dæmið um þá þróun sem við værum að horfa upp á. Á mánudag voru einmitt þrjú ár liðin frá því að Pútín Rússlandsforseti hóf þá skelfilegu vegferð og var þess minnst með ýmsum hætti, m.a. með fundahöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gott var að sjá leiðtoga allra Norðurlandanna þar samankomna en það sendir skýr skilaboð um afstöðu og einarðan stuðning ríkjanna, þ.m.t. Íslands. Sama dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York harðorða ályktun um innrás Rússlands í Úkraínu og var gleðilegt að sjá að meirihluti aðildarríkjanna skyldi þar fylkja liði þrátt fyrir viðleitni stærri ríkja til að drepa málum á dreif. Í mannréttindaráðinu á umbrotatímum Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin á þessum umbrotatímum er mikil áskorun. Um ábyrgðarhlutverk er að ræða sem ég ætla sem utanríkisráðherra að beita mér fyrir að við rækjum af alúð og festu. Það felur nefnilega líka í sér tækifæri fyrir okkur að sýna hvaða gildi við Íslendingar setjum á oddinn og sanna að við erum óhrædd við að beita okkur í þeirra þágu. Við Íslendingar höfum margt gott fram að færa á þessum vettvangi. Það höfum við nú þegar sýnt. Það er litið til okkar í mörgum málum, ekki síst í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks, enda erum við þar í fararbroddi líkt og alþjóðamælikvarðar gefa jafnan til kynna. Við höfum hins vegar ekki farið varhluta af því bakslagi sem orðið hefur í mannréttindamálum á heimsvísu. Því miður enduróma sömu sjónarmið hér á Íslandi sem gerast nú hávær á alþjóðavísu. Hugmyndafræði sem grefur undan réttindum fólks flæðir yfir landamæri í gegnum samfélagsmiðla og því verðum við að vera vakandi fyrir. Slík hugmyndafræði má ekki taka sér bólfestu í okkar samfélagi. Þar berum við stjórnmálafólk mikla ábyrgð. Þeim mun mikilvægara er að rödd Íslands heyrist hátt og skýrt. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, einmitt vegna þess að Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt, þar með talin alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög. Stöndum saman gegn bakslagi Á Íslandi höfum við einsett okkur að búa til samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær að njóta sín, óháð kyni, litarhafti, trú, kynvitund eða kynhneigð. Við þurfum vissulega að hafa í huga að vinnunni að bættum mannréttindum lýkur aldrei. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Verkið sem við okkur blasir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin er ærið en við munum beita okkur með þeim hætti að hægt verði að ganga stolt frá borði. Við munum láta að okkur kveða í áherslumálum Íslands og undirstrika að öll ríki heims standi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Þannig er best tryggt að við öll fáum notið sjálfsagðra réttinda og frelsis. Slíku samfélagi vil ég búa í. Höfundur er utanríkisráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar