Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 06:59 Það fór vel á með forsetunum, þrátt fyrir að þeir nálguðust málið á ólíkan hátt. Getty/Chip Somodevilla Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag. Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Trump neitaði að nota orðið „einræðisherra“ um Vladimir Pútín Rússlandsforseta, líkt og hann hefur gert um Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, á blaðamannafundi og gaf þá útskýringu að hann vildi ekki nota orðið í hálfkæringi. Trump hefur gert því skóna að Úkraínumenn hafi mátt sjálfum sér um kenna hvernig komið er fyrir þeim en Macron var mjög afdráttarlaus þegar hann sagði Rússa árásaraðilann. Þá leiðrétti hann Trump vinsamlega þegar Trump fullyrti að Evrópa fengi fjárhagsaðstoð sína til Úkraínu endurgreidda. „Nei, í fullri hreinskilni, þá borguðum við,“ sagði Macron vinsamlega. Það sama ætti við um Evrópu eins og Bandaríkin; aðstoðin hefði verið blanda af styrkjum, lánum og lánatryggingum. „Ef þú heldur það þá er það allt í lagi,“ svaraði Trump brosandi. Samskipti Trump og Macron virtust vinaleg og þeir tókust ítrekað í hendur og töluðu innilega hvor um annan. Báðir sögðu í gær mögulegt að vopnahlé gæti komist á á næstu vikum og þá fullyrti Trump að Pútín hefði samþykkt viðveru evrópskra friðargæsluliða í Úkraínu. Trump virðist hins vegar enn ákveðinn í því að ná fram hagfelldum samningum við Úkraínu samhliða friðarviðræðunum og sagði samkomulag innan seilingar um náttúruauðlindir til handa Bandaríkjunum. Macron ítrekaði að friður mætti ekki kosta Úkraínu uppgjöf eða sjálfræði. Þá væri ekki hægt að koma á vopnahléi nema með öryggistryggingum. Forsetinn sagði mikilvægt að semja um frið en á sama tíma þyrfti samkomulagið að vera skothelt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er væntanlegur til Washington á fimmtudag.
Bandaríkin Úkraína Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Hernaður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira