Segir Selenskí á leið til Washington Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 18:57 Emmanuel Macron og Donald Trump, forsetar Frakklands og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í dag. AP/Ludovic Marin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025 Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56
Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49
Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07