Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tekur í höndina á Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu. Eiginkona hans Olega stendur honum við hlið. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira