Tímabilið hugsanlega búið hjá Stefáni Tímabilinu er mögulega lokið hjá handboltamanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni hjá Haukum. Handbolti 30. mars 2023 12:57
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Handbolti 30. mars 2023 11:31
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Handbolti 30. mars 2023 10:09
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. Handbolti 30. mars 2023 08:00
Seinni bylgjan um ótrúlegt gengi ÍBV: „Þær voru orðnar þyrstar“ Í síðasta þætti Seinni bylgjunnar var farið var yfir ótrúlegt gengi ÍBV að undanförnu í Olís-deild kvenna í handbolta sem og Powerade-bikarnum sem liðið sigraði fyrir ekki svo löngu. Nú síðast varð liðið deildarmeistari í Olís og virðist vera nær óstöðvandi þegar það styttist í úrslitakeppni. Handbolti 29. mars 2023 23:01
Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. Handbolti 29. mars 2023 20:45
Vonbrigðamenn í Olís: Franska undrabarnið, einn sá dýrasti og sá sem átti að breyta Stjörnunni Í síðasta þætti Handkastsins valdi Theodór Ingi Pálmason þá fimm leikmenn sem hafa valdið mestum vonbrigðum í Olís-deild karla í vetur. Listinn var sem hér segir. Handbolti 29. mars 2023 14:30
Tryggvi sjötti Valsmaðurinn sem nær að vera markahæstur í Evrópuleik í vetur Valsmenn enduðu Evrópuævintýrið sitt í gærkvöldi þegar liðið tapaði seinni leiknum sínum á móti þýska úrvalsdeildarfélaginu Göppingen. Handbolti 29. mars 2023 14:01
Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. Handbolti 29. mars 2023 09:01
„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Handbolti 28. mars 2023 23:31
Leggur til að fjölga liðum úr átta í fjórtán: „Þurum að fara að horfa inn á við“ Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari HK í Olís-deild kvenna, hefur lagt til að fjölga liðum í deildinni úr átta í fjórtán. Hún fór yfir málið með Svövu Kristínu Grétarsdóttur í seinasta þætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 28. mars 2023 23:00
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. Handbolti 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. Handbolti 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. Handbolti 28. mars 2023 20:30
Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Handbolti 28. mars 2023 18:43
Íslendingaliðin Kadetten og Flensburg flugu inn í átta liða úrslitin Íslendingaliðin Kadetten Schaffhausen frá Sviss og Flensburg frá Þýskalandi eru komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sigra í dag. Bæði lið höfðu örugga forystu eftir fyrri umferðina og því var sætið í átta liða úrslitum í raun aldrei í hættu. Handbolti 28. mars 2023 18:23
Sjáðu stemninguna á æfingu Valsmanna Valsmenn æfðu í dag í keppnishöllinni í Göppingen hvar þeir mæta heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 28. mars 2023 14:01
„Sá alveg fullt af tækifærum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 28. mars 2023 12:31
„Okkur langar að dreyma“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Handbolti 28. mars 2023 08:01
Benedikt varð eftir heima Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, er ekki með hópnum sem er staddur í Göppingen og mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Hann glímir við meiðsli. Handbolti 28. mars 2023 07:16
Höllin í eldri kantinum Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Handbolti 27. mars 2023 23:01
„Svekkjandi hvernig fyrri leikurinn fór og vera ekki með þetta í meira jafnvægi“ Valur mætir þýska liðinu Göppingen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta annað kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er í Þýskalandi líkt og Valsmenn sem mættu í gær, laugardag. Handbolti 27. mars 2023 20:00
Hinir gömlu vinna á meðan þeir ungu rölta um bæinn Leikmenn Vals hafa í mismiklu að snúast á milli æfinga og taktíkurfunda í Göppingen. Liðið mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld. Handbolti 27. mars 2023 18:15
Áfall fyrir Viggó eftir æðislegt tímabil Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku. Handbolti 27. mars 2023 15:57
Við vorum að semja við „einn eftirsóttasta leikmann heims“ Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var með samning við SC Magdeburg til ársins 2025 en hann og þýska félagið hans hafa komið sér saman um að framlengja samninginn til ársins 2028. Handbolti 27. mars 2023 09:31
Yfirlýsing frá Val vegna atviks í Eyjum: Nú sé mál að linni Valsmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 28. febrúar síðastliðinn. Handbolti 27. mars 2023 08:46
Áhorfendur ruddust inn á leikvöllinn og flugeldum skotið á loft innanhús Toppslagurinn í norður-makedóníska handboltanum í dag fór rækilega úr böndunum og raunar ótrúlegt að leikurinn skuli hafa verið kláraður. Handbolti 26. mars 2023 22:30
Gísli Þorgeir framlengir samning sinn við Magdeburg Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur endurnýjað samning sinn við þýska meistaraliðið Magdeburg. Handbolti 26. mars 2023 17:33
Gísli Þorgeir og félagar völtuðu yfir lærisveina Guðjóns Vals Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg sem vann tólf marka sigur á Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Handbolti 26. mars 2023 16:00
Árni Bragi valdi Aftureldingu fram yfir Val Árni Bragi Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Aftureldingar en Árni Bragi hafnaði tilboði frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti 26. mars 2023 10:45