Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 10:31 Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Kristianstad á HM 2023. vísir/Vilhelm Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni