„Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, segir að aðeins eitt stig gegn bikarmeisturum Vals á útivelli í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld hafi verið vonbrigði. „Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira