„Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 21:02 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segist vera nokkuð sáttur með að hans menn hafi náð í eitt stig gegn ÍBV á heimavelli í opnunarleik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Liðin skiptu stigunum á milli sín er þau mættust í N1-höllinni í fyrsta leik Olís-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 31-31, en Valsmenn voru aðeins einu sinni yfir í leiknum. „Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar í leikslok. „Við náðum aldrei neinu frumkvæði í varnaleik, en hraðaupphlaupin voru allt í lagi. Við erum að skora 17 mörk í fyrri hálfleik, en samt að fara með einhver dauðafæri þar. Við náðum aldrei neinum þéttleika eða góðum varnarleik fannst mér til að eiga eitthvað skilið. En það var karakter í okkur, við lentum þremur undir þegar einhverjar sjö mínútur eru eftir og erum svo í þeirri stöðu að við erum eiginlega fúlir að vinna ekki. En ég held að við getum eiginlega verið bara þakklátir með eitt stig.“ Þá bætir hann einnig við að sínir menn hafi sýnt úr hverju þeir eru gerðir. „Við lendum þarna fjórum mörkum undir og það er enginn taktur í okkar liði. Þeir fengu allt sem þeir vildu, fengu að spila upp línumanninn og það voru allir að koma sér vel í gegnum okkur og við vorum ekki að finna taktinn í þessu.“ „En mér fannst síðustu sjö mínúturnar það besta í okkur og það sýnir bara ákveðna seiglu í okkur. Það er eiginlega furðuleg tilfinning að vera fúll yfir að hafa ekki unnið. Það er allt í lagi að vera undir, en þegar við förum á skrið þá eigum við að klára þetta.“ „Þakklátur fyrir stigið að svo stöddu“ Óskar bætir einnig við að haustbragurinn frægi hafi gert vart við sig í leik kvöldsins. „Já, kannski bara á báðum liðum. Inn á milli kemur eitthvað þar sem menn eru að finna taktinn í skiptingum og þess háttar. Við erum auðvitað búnir að fá tvo alvöru leiki, en mér fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir með sinn takt. Frekar að við værum eins og við værum í æfingaleik. Ég er eiginlega bara þakklátur fyrir stigið að svo stöddu.“ „Fannst hann ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag“ Þeir Bjarni Selvindi og Miodrag Corsovic eru að stíga sín fyrstu skref með Valsmönnum og líklega hefði Óskar viljað fá meira út úr þeim báðum. Corsovic fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik og Bjarni þurfti 16 skot til að skora sjö mörk, en á tímabili hafði hann aðeins skorað tvö mörk úr tíu skotum. „Ég sá þetta ekki nógu vel,“ sagði Óskar um rauða spjaldið. „Mér fannst hann sitja eftir og hvort að einhver ýti eða hvort að hann krækir veit ég ekki. Ég treysti bara Antoni og Jónasi fyrir þessu.“ „En mér finnst Bjarni frábær leikmaður. Hann þarf oft svolítinn tíma til að koma sér í gang og misnotar aðeins til að byrja með. Hann er eiginlega furðugóður miðað við að hann sé nýkominn. Við erum náttúrulega með nýja vörn og margt nýtt frá því í fyrra þannig ég er ánægður með margt.“ „Bjarni er flottur, en ég var miklu ánægðari með Miodrag í síðasta leik. Mér fannst hann hægur og ekki nógu góður og ekki hjálpa okkur nógu mikið í dag,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira