Handbolti

Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er kominn í danska boltann eftir nokkur ár í Frakklandi.
Kristján Örn Kristjánsson er kominn í danska boltann eftir nokkur ár í Frakklandi. VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í SAH, Skanderborg Aarhus Håndbold, unnu flottan þriggja marka heimasigur á Mors-Thy Håndbold, 28-25, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Kristjáns í dönsku deildinni en hann kom til liðsins frá franska félaginu Pays d'Aix UC í sumar.

Kristján Örn skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum. Hann reyndi sjö skot og skoraði úr 57 próent þeirra. Kristján innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum á lokasekúndum leiksins.

Skanderborg byrjaði leikinn vel og var 16-11 yfir í hálfleik. Í þeim síðari var eins og þeir væru að missa frá sér leikinn en svo fór að tryggðu sér sigurinn með góðum endaspretti.

Staðan var orðin 22-20 fyrir Mors-Thy Håndbold en þá komu fimm mörk í röð frá Skanderborg. Kristján og félagar gerðu nánast út um leikinn með þessum frábæra spretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×